Skipulags- og byggingarnefnd - 332
Málsnúmer 1810016F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 375. fundur - 14.11.2018
Fundargerð 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 375. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Fyrir fundinum liggur samþykkt tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir norðurhluta Gamla bæjarins á Sauðárkróki. Tillagan er komin í auglýsingu ásamt fylgigögnum Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Fyrir fundinum liggur tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir elsta byggðarkjarna í Hofsósi „Plássið og Sandinn.“ Með þessari tillögu er markmiðið að festa verndun svæðisins í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging svæðisins taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir.
Tillagan skiptist í sex meginkafla. 1) inngang 2) lýsingu 3) greiningu 4) varðveislumat 5) verndarflokkun og 6) verndun og uppbyggingu.
í 6. kaflanum verndun og uppbygging eru greindir möguleikar til uppbyggingar og settir skilmálar fyrir verndarsvæðið. Skilmálar lagðir fram til kynningar.
Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Jón Árni Sigurðsson, kt. 250672-3819, þinglýstur eigandi jarðarinnar Hávík, landnúmer 146012, óskar eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 16.11.2017, nr. S01 í verki 710301, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Kvöð um umferðarrétt er í landi Hávíkur eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Erindinu fylgir yfirlýsing eigenda aðliggjandi jarða um ágreiningslaus landamerki.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Jón Árni Sigurðsson, kt. 250672-3819, þinglýstur eigandi jarðarinnar Hávík, landnúmer 146012 óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að stofna 400 m² spildu úr landi jarðarinnar og nefna spilduna Nátthaga. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindiinu. Uppdrátturinn er dagsettur 16.11.2017, nr. S01 í verki 710301, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Innan landamerkja Hávíkur og þeirra spildu sem verið er að stofna stendur 32,5 m² sumarbústaður ranglega skráður matshluti 19 í landi Víkur, landnúmer 146010. Kvöð um umferðarrétt er í landi Hávíkur eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Lögbýlaréttur mun áfram fylgja Hávík, landnr. 146012. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Friðrik Rúnar Friðriksson kt 141156-5009 sækir um leyfi til að leggja hitavatnslögn frá borholu í landi Laugarbóls, landnr. 146191 að tengiskúr við sundlaug í landi Laugarhvamms, landnr. 146196. Fyrirhuguð lagnaleið er frá Laugarbóli um landið Laugarhvammur 15, landnúmer 227053, að tengiskúr í landi Laugarhvamms. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu gerir grein fyrir lagnaleiðinni. Fyrir liggur samþykki Minjavarðar og Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaða lagnaleið fyrir sitt leyti.
Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Ágúst Guðmundsson og Anna J. Hjartardóttir Fellstúni 5 sækja um heimild til að breikka heimkeyrslu og bílastæði við húsið Fellstún 5 um allt að 2,5 m. Meðfylgjandi gögn gera nánari grein fyrir erindinu. Fyrir liggur umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Erindið samþykkt. Framkvæmdin verði unnin á kostnað umsækjanda undir eftirliti veitu- og framkvæmdasviðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Lagt fram erindi frá Ástu Búadóttur og Trausta Jóel Helgasyni varðandi aðkomu að Lóðinni Lindargata 7 og umhverfi hennar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.
Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Erindi Jóns Gunnars Vésteinssonar og Pálinu Ósk Ómarsdóttur varðandi breytta notkun og breytt útlit bílgeymslu að Samárgrund 12 á Sauðárkróki var grenndarkynnt samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar 20. ágúst sl. og samþykkt sveitarstjórnar 22. ágúst sl. Frestur til að skila umsögnum um erindið var til 12. október sl.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tímabundna breytta notkun til 1. janúar 2023. Skipulags- og byggignarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða erindið að lokinni umfjöllun Sveitarstjórnar
Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Erindi Friðbjörns Jónssonar fh. F- húsa um heimild til gera tvær íbúðir í einbýlishúsinu að Suðurgötu 18 og breyta útliti þess var grenndarkynnt samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. ágúst sl. og samþykkt sveitarstjórnar frá 22. ágúst sl. Frestur til að skila umsögnum um erindið var til 15. október sl. Erindið var grenndarkynnt eigendum húsa við Suðurgötu. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar því að íbúar vilji laga og viðhalda húsum í eldri hluta bæjarins en bendir á að erindið er ekki í samræmi við reglur deiliskipulags þar sem ekki er gert ráð fyrir fleiri íbúðum við Suðurgötuna. Suðurgatan er gróin einbýlishúsagata, lóðir margar litlar og rúma illa bílgeymslur og bílastæði inni á lóð. Þá er lóðin Suðurgata 18 aðeins um 253 fermetrar og íbúðarhúsið 151,7 fermeter. Mjög líklegt er að fjölgun íbúða leiði af sér aukna bílaumferð og meiri þrengsli í götunni en þegar eru. Því hafnar skipulags- og byggingarnefnd erindi Friðbjörns Jónssonar fh. F-húsa.
Skipulags- og byggingafulltrúi vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Í samræmi við bókun Skipulags- og byggingarnefnar frá 11. maí sl. leggur Svavar M. Sigurjónsson byggingatæknifræðingur hjá Verkhof ehf. fram fyrirspurn fh. N1. Fyrirspurnin varðar flutning á afgreiðsludælum N1 við Suðurbraut 9 á nýjan stað á gatnamótum Suðurbrautar og Túngötu á Hofsósi. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar framkominni tillögu. Nefndin bendir á mögulegar staðsetningar við Suðurbraut sunnan við Pardus eða við Skólagötu nær Siglufjarðarvegi. Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 332 78. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Lögð fram til kynningar skýrslan Mannvirki á miðhálendinu. Skýrslan er framfylgdarverkefni Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.