Fara í efni

Fræðslunefnd - 136

Málsnúmer 1810024F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 375. fundur - 14.11.2018

Fundargerð 136. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 375. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Laufey Kristín Skúladóttir og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 136 Tillaga að breyttu fyrirkomulagi starfsmannafunda í leikskólum Skagafjarðar kynnt. Tillagan gengur út á að fundað verði að vinnutíma loknum. Starfsmenn geta tekið fundartíma út í fríi, tíma á móti tíma, ásamt því að greitt verður yfirvinnuálag vegna þeirra. Áætlaður kostnaðarauki vegna þessa eru rúmar þrjár milljónir króna. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og óskar eftir að tekið verði tillit til þessa í fjárhagsáætlun leikskólanna fyrir næsta ár. Tillagan kemur til framkvæmda 1.jan. 2019 og verða skóladagatöl uppfærð í samræmi við samþykkt þessa. Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    VG og óháð vilja árétta að til skammst tíma hefur fyrirkomulagið verið með þessum hætti í leikskólum Austan vatna sem og hjá leikskólanum í Varmahlíð.
    Mikilvægt er að þetta sé gert með þessum sama hætti í öllu sveitarfélaginu og í góðu samkomulagi við starfsmenn leikskólanna og foreldra/forráðamanna leikskólabarna.
    Við fögnum að samstaða sé um það.

    Afgreiðsla 136. fundar fræðslunefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 136 Rætt um sumarlokanir leikskólanna. Fræðslunefnd samþykkir að fresta ákvörðun um fyrirkomulag sumarleyfa leikskólanna til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar fræðslunefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 136 Fræðslunefnd leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla skv. lögum nr. 19/2008 um kynjasamþættingu á öllum sviðum sveitafélagsins. Mikilvægt er að nálgast jafnrétti sem réttlætismál sem og mikilvægt hagsmunamál fyrir samfélagið í heild. Það er mikilvægt að karlar og konur fái sömu tækifæri til starfa fyrir sveitafélagið sem tengjast fræðslumálum. Staða kynjanna verður að vera jöfn hvað varðar kjör, vinnutíma, samþættingu atvinnu og einkalífs sem og í viðbragðsáætlun gegn áreiti, ofbeldi og einelti. Jafnrétti á að ríkja í þjónustu við íbúa, nemendur og starfsfólk í leik- og grunnskólum héraðsins. Fræðslunefnd leggur líka áherslu á að aðstaða, umhverfi og framboð náms, frístundastarfs og íþrótta fyrir alla, óháð kyni, sé jafnt og hvetur alla þá sem koma að starfi með börnum og unglingum til að vinna markvisst að jöfnum tækifærum kynjanna. Fræðslunefnd hvetur aðrar nefndir sveitarfélagsins, stjórnendur og samfélagið allt til að taka meðvitaða afstöðu gegn mismunun og með jafnrétti í öllum sínum störfum. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar fræðslunefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 136 Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2019 var kynnt og farið yfir rekstur stofnana. Fræðslunefnd mun afgreiða fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti á næsta fundi. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar fræðslunefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.