Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. október 2018 frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem eftirfarandi fyrirspurn kom fram: Hvaða upphæðir hefur sveitarfélagið nú þegar greitt vegna framkvæmda annars vegar og launakostnaðar hins vegar hvað varðar fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. og hverjir nákvæmlega hafa fengið þær greiðslur og hve mikið? Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið. Fram komu upplýsingar um að sveitarfélagið hefur hvorki greitt fé til Sýndarveruleika ehf. vegna launa né framkvæmda. Indriði upplýsti að kostnaður vegna framkvæmda við uppgerð húsanna við Aðalgötu 21 er kominn í rúmar 108 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við endurgerð húsanna er 200 milljónir króna.
Hvaða upphæðir hefur sveitarfélagið nú þegar greitt vegna framkvæmda annars vegar og launakostnaðar hins vegar hvað varðar fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. og hverjir nákvæmlega hafa fengið þær greiðslur og hve mikið?
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fram komu upplýsingar um að sveitarfélagið hefur hvorki greitt fé til Sýndarveruleika ehf. vegna launa né framkvæmda. Indriði upplýsti að kostnaður vegna framkvæmda við uppgerð húsanna við Aðalgötu 21 er kominn í rúmar 108 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við endurgerð húsanna er 200 milljónir króna.