Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 334

Málsnúmer 1811018F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 376. fundur - 12.12.2018

Fundargerð 334. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 334 1. Bréf Skipulagsstofnunar
    Farið yfir afgreiðslu Skipulagsstofnunar vegna breytingartillögu aðalskipulags, dags. 31.5.2018.
    Með afgreiðslu Skipulagsstofnun er heimilt að auglýsa skiplagstillögu að breytingum skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar skipulagsgögn hafa verið lagfærð m.t.t. ábendinga stofnunarinnar. Ábendingar voru um: (1) Að gera skýrari grein fyrir samanburði valkosta m.t.t. vistgerða, (2) skerpa á framsetningu um efnistökusvæði, (3) lagfæra skipulagsuppdrætti , (4) bæta við upplýsingum um stöðu Blöndulundar m.t.t. rammaáætlunar og (5) bæta við rökstuðningi fyrir brýna nauðsyn að raska verndarsvæðum skv. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.
    Brugðist hefur verið við öllum ábendingum og skipulagsgögn uppfærð samkvæmt þeim.

    2. Athugasemdir sem bárust frá B. Pálsson ehf., dags. 8.8.2018.
    Athugasemdir snéru að eftirfarandi atriðum: (1) Skortur á rökstuðningi fyrir því að Héraðsvatnaleið hafi minni umhverfisáhrif en Efribyggðaleið, (2) ósk um frekari rökstuðning á því hvernig Héraðsvatnaleið stuðli að auknu afhendingaröryggi, (3) skortur á upplýsingum um grjótnám, (4) vöntun á rökstuðningi fyrir að velja ekki línustæði meðfram núverandi línuleið eða Kiðaskarðsleið, (5) rannsaka betur hámarkslengd jarðstrengja á línuleið (6) þörf á byggingu Blöndulínu 3.
    Í uppfærðum skipulagsgögnum kemur fram rökstuðningur fyrir vali á Héraðsvatnaleið sem svarar þeim spurningum og athugasemdum sem fram koma í bréfinu, þar með talinn samanburður hennar gagnvart öðrum leiðum og upplýsingar um þörf á Blöndulínu 3, staðsetningu efnistöku og hámarkslengd jarðstrengja á línuleiðinni.

    3. Meirihluti Skipulags- og bygginganefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til eftirfarandi breytingar á núverandi tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021:

    1. Setja inn spennivirki fyrir ofan Kirkjuhól eða þar í kring í samráði við landeiganda og Landsnet og gera ráð fyrir jarðstreng frá því og í spennivirkið í Varmahlíð.
    2. Gera kröfu um að öll Rangárvalla lína fari í jörðu í Sveitarfélaginu Skagafirði ekki seinna en tveimur árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið en það er kaflinn frá spennivirkinu í Varmahlíð og austur að Héraðsvötnum.
    3. Gera kröfu um að öll Blöndulína 2 fari í jörðu þ.e.a.s frá Sveitarfélagsmörkum við Húnavatnshrepp og að spennivirkinu í Varmahlíð eigi síðar en 2 árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið.
    4. Leggja áherslu á að sá hluti Rangárvallarlínu sem liggur í Skagafirði en utan Sveitarfélagsins Skagafjarðar þ.e.a.s. frá Héraðsvötnum og fram í Norðurárdal um Blönduhlíð fari einnig sem fyrst í jörðu, helst innan tveggja ára frá því Blöndulína 3 er tekin í notkun.
    5. Halda því opnu að ef forsendur skapist (t.d. tækilega), til að leggja meira af Blöndulínu 3 í jörðu en þegar hefur verið farið framá í vinnslutillögunni að þá verði það svigrúm nýtt til að draga úr umhverfisáhrifum af línunni á frá spennistöðinni í Varmahlíð og suður fyrir Dalsplássið, þ.e.a.s á þeim svæðum þessarar leiðar sem ekki er þegar búið að gera kröfu um að hún fari í jörðu á.
    Með þeirri breytingu að núverandi byggðalína (Rangárvallalína og Blöndulína 2), fari í jörðu ekki seinna en tveimur árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið er verið að lágmarka sjónræn áhrif af lagningu raflína um Skagafjörð og komið í veg fyrir að tvær staura línur liggi í gegnum framhluta Skagafjarðar. Með tenginu á hinni nýju Blöndulínu 3 við spennivirkið í Varmahlíð er einnig búið að opna þann möguleika að fyrirtæki og einstaklingar í Skagafirði geti tengst nýju Byggðalínunni en það eykur meðal annars afhendingaröryggi til notenda og opnar til framtíðar á ennþá meiri rafmagns notkun á svæðinu.

    Sveinn F. Úlfarsson tekur undir þessar tillögur meirihluta skipulags- og byggingarnefndar.

    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
    Í ljósi þess að Blöndulína 3 er stóriðjulína sem þjónar sem slík engum hagsmunum fyrir Sveitarfélagið og íbúa þess og að umhverfsmati á þessari framkvæmd er ekki lokið, er mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur. Einnig er mikilvægt að ríkt samráð verði haft við landeigendur auk þess sem hagsmunum allra hlutaðeigenda verði haldið kröftulega til haga. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum t.d. með því að gera kröfu á Landsnet um að Blöndulína 3 tengist raforkuneti Skagafjarðar í gegnum spennuvirki í Varmahlíð og um leið að Blöndulína 2 og Rangárvallalína fari að öllu leiti í jörð innan sveitarfélagsins jafnhliða lagningu Blöndulínu 3.
    Þar sem fyrirtækið Landsnet gerir bæði kerfisáætlun og valkostagreiningu um línulögn hefur fyrirtækið fullkomna aðilastöðu í málinu. Því telja VG og óháð eðlilegt að Sveitarfélagið Skagafjörður kanni á sjálfstæðan hátt að hve miklu leiti sé unnt að leggja línuna í jörð en byggi mat sitt ekki á áliti Landsnets.


    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 36 "Aðalskipulag Sveitarfélagsinss Skagafjarðar" Samþykkt samhljóða.