Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

376. fundur 12. desember 2018 kl. 16:15 - 19:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Laufey Kristín Skúladóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2019

Málsnúmer 1811071Vakta málsnúmer

Vísað frá 847. fundi byggðarráðs þann 6. desember 2018 þannig bókað:
Erindinu vísað frá 148. fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.


Gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

2.Sorpurðun og sorphirða - gjaldskrá 2019

Málsnúmer 1811072Vakta málsnúmer

Vísað frá 846. fundi byggðarráðs 27. nóv 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lögð fram tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd þar sem lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu hækki um 3% frá og með 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Gjaldskrá sorpurðunar og sorphirðu fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

3.Gjaldskrá 2019 - Hús frítímans

Málsnúmer 1811055Vakta málsnúmer

Vísað frá 847. fundi byggðarráðs frá 6. des 2018 þannig bókað:
Erindinu vísað frá 261. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir afnot af Húsi frítímans frá og með 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskrá Hús Frítímans borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

4.Gjaldskrá 2019 - íþróttamannvirki

Málsnúmer 1811053Vakta málsnúmer

Vísað frá 847. fundi byggðarráðs þann 6. desember 2018 þannig bókað:
Erindinu vísað frá 261. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja frá og með 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2019, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

5.Gjaldskrá í grunnskóla frá 1. janúar 2019

Málsnúmer 1811135Vakta málsnúmer

Vísað frá 847. fundi byggðarráðs þann 6. desember 2018 þannig bókað:
Erindinu vísað frá 137. fundi fræðslunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá grunnskóla frá og með 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Gjaldskrá í grunnskóla frá 1. janúar 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

6.Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar 1. janúar 2019

Málsnúmer 1811137Vakta málsnúmer

Vísað frá 847. fundi byggðarráðs þann 6. desember 2018 þannig bókað:
Erindinu vísað frá 137. fundi fræðslunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá tónlistarskóla frá og með 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar 1. janúar 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

7.Gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2019

Málsnúmer 1811136Vakta málsnúmer

Vísað frá 847. fundi byggðarráðs þann 6. desember 2018 þannig bókað:
Erindinu vísað frá 137. fundi fræðslunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá leikskóla frá og með 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

8.Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2019

Málsnúmer 1811178Vakta málsnúmer

Vísað frá 847. fundi byggðarráðs þann 6. desember 2018 þannig bókað:
Erindinu vísað frá 61. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

9.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1811179Vakta málsnúmer

Vísað frá 847. fundi byggðarráðs þann 6. desember 2018 þannig bókað:
Erindinu vísað frá 61. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

10.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2019

Málsnúmer 1811177Vakta málsnúmer

Vísað frá 847. fundi byggðarráðs þann 6. desember 2018 þannig bókað:
Erindinu vísað frá 61. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

11.Gjaldskrá 2019 - Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 1811244Vakta málsnúmer

Vísað frá 847. fundi byggðarráðs þann 6. desember 2018 þannig bókað:
Erindinu vísað frá 53. fundi veitunefndar. Lögð fram tillaga um 3% hækkun á gjaldskrá hitaveitu og vatnsveitu frá og með 1. janúar 2019. Hlutfallsgildi vatnsgjalds vatnsveitu af álagningarstofni hækkar ekki. Einnig er lögð fram tillaga um breytta 1. málsgrein gjaldskrá vatnsveitu; "Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, skal greiða vatnsgjald árlega. Sama á við um aðrar fasteignir utan lögsagnarumdæmisins sem fá vatn úr kaldavatnskerfum Skv." Málsgreinin fellur brott og verður svohljóðandi; "Samkvæmt 6. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 er heimilt að leggja á fasteign almennt vatnsgjald hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign. Mannvirki telst tengt vatnsveitu þegar heimæð hefur verið tengd frá vatnsveitulögn í vatnsinntak notanda." Byggðarráð samþykkir annars vegar gjaldskrá hitaveitu og hins vegar gjaldskrá vatnsveitu og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskrá vatnsveitu, með áorðnum breytingum borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Gjaldskrá hitaveitu borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

12.Fráveitugjald og tæming rotþróa - gjaldskrá 2019

Málsnúmer 1811070Vakta málsnúmer

Vísað frá fundi 846.byggðarráðs 27.nóv 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lögð fram tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd þar sem lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2019. Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal lækka úr 0,275% í 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið óbreytt, 0,275% af álagningarstofni.
Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 3%.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Ólafur Bjarni Harldsson kvaddi sér hljóðs.
Gjaldskrá fráveitu og tæmingar rotþróa fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Gjaldskrá húsaleigu 2019

Málsnúmer 1812079Vakta málsnúmer

Vísað frá 849. fundi byggðarráðs þann 10. desember 2018 þannig bókað: Lagt er til að breyting verði gerð á 4. grein núgildandi reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði og eftirfarandi breyting taki gildi 1. janúar 2019. Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 1.450 kr./m² miðað við 1. janúar 2019 að hámarki 175.280 kr. á mánuði. Þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 kr./m² og að hámarki 140.223 kr. á mánuði. Leiguverð tekur verðlagsbreytingum á tólf mánaða fresti samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar fyrst 1. janúar 2020. Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs. Greinargerð: Leigutekjur Félagsíbúða Skagafjarðar hafa aldrei staðið undir reglulegum rekstri og viðhaldi fasteiganna auk þess sem handbært fé frá rekstri dugar ekki fyrir afborgunum lána. Með þessari tillögu er verið að færa leiguverð sem næst markaðsverði sem er 1.454 kr./m² samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands þann 7. desember 2018. Áætlað er að þessi hækkun muni nema um 7 mkr. á árinu 2019 og minnka áætlaðan hallarekstur úr 15 mkr. í 8 mkr. Byggðarráð samþykkir ofangreinda breytingu með tveimur atkvæðum.

Gjaldskrá húsaleigu borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.

Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðsluna.

14.Endurskoðun reglna um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 1809133Vakta málsnúmer

Vísað frá 849. fundi byggðarráðs þann 10. desember 2018 þannig bókað:
Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning sem taki gildi frá 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir framlög drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðnig og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Regína Valdimarsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

15.Heilsuræktarstyrkur 2019

Málsnúmer 1812048Vakta málsnúmer

Vísað frá 849. fundi byggðarráðs þann 10. desember 2018 þannig bókað:
Lögð fram drög að reglum um heilsuræktarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins með gildistöku 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur um heilsuræktarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

Reglur um heilsuræktarstyrki starfsmanna sveitarfélagsins fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

16.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu var til afgreiðslu í skipulags- og byggingarnefnd á 334. fundi nefndarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundinum 5 breytingar á tillögunni sem hafa það að markmiði að auka afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu og að draga enn frekar úr umhverfissáhrifum framkvæmdarinnar.

Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagið fram eftirfarandi bókun: Í ljósi þess að Blöndulína 3 er stóriðjulína sem þjónar sem slík engum hagsmunum fyrir Sveitarfélagið og íbúa þess og að umhverfsmati á þessari framkvæmd er ekki lokið, er mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur. Einnig er mikilvægt að ríkt samráð verði haft við landeigendur auk þess sem hagsmunum allra hlutaðeigenda verði haldið kröftulega til haga. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum t.d. með því að gera kröfu um að Blöndulína 3 tengist raforkuneti Skagafjarðar í gegnum spennuvirki í Varmahlíð og um leið að Blöndulína 2 og Rangárvallalína fari að öllu leiti í jörð innan sveitarfélagsins jafnhliða lagningu Blöndulínu 3.
Þar sem fyrirtækið Landsnet gerir bæði kerfisáætlun og valkostagreiningu um línulögn hefur fyrirtækið fullkomna aðilastöðu í málinu. Því telja VG og óháð eðlilegt að Sveitarfélagið Skagafjörður kanni á sjálfstæðan hátt að hve miklu leiti sé unnt að leggja línuna í jörð en byggi mat sitt ekki á áliti Landsnets.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson VG og óháð

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu, bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

17.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer

Uppfærð tillaga að aðalskipulagsbreytingu 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu var lögð fram til afgreiðslu í skipulags- og byggingarnefnd á 335. fundi nefndarinnar. Nefndin samþykkti að leggja fram skipulagsgögn til afgreiðslu sveitarstjórnar um að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 skv. 31. gr. skipulagslaga.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
Gísli Sigurðsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti sveitarstjórnar óskar bókað:

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 20. nóvember sl. lagði meirihlutinn fram tillögu að breytingum á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem felur í sér auknar mótvægisaðgerðir um legu á Blöndulínu 3. Tillaga meirihlutans er svohljóðandi:
1. Setja tengivirki á landi Kirkjuhóls í samráði við landeiganda og Landsnet og gera ráð fyrir jarðstreng í tengivirkið í Varmahlíð.
2. Gera kröfu um að öll Rangárvallalína fari í jörðu í Sveitarfélaginu Skagafirði ekki seinna en tveimur árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið.
3. Gera kröfu um að öll Blöndulína 2 fari í jörðu frá sveitarfélagsmörkum við Húnavatnshrepp og að tengivirkinu í Varmahlíð eigi síðar en 2 árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið.
4. Leggja áherslu á að sá hluti Rangárvallarlínu sem liggur í Skagafirði en er utan Sveitarfélagsins Skagafjarðar, frá Héraðsvötnum og fram í Norðurárdal um Blönduhlíð, fari einnig í jörðu sem fyrst og helst innan tveggja ára frá því Blöndulína 3 er tekin í notkun.
5. Halda því opnu að ef forsendur skapist, t.d. vegna tækniþróunar, að leggja meira af Blöndulínu 3 í jörðu en kemur fram í aðalskipulagstillögu, til að draga enn frekar úr umhverfisáhrifum af línunni. Svæði sem verða til skoðunar ná frá tengivirki við Kirkjuhól og suður fyrir Dalsplássið, þ.e.a.s á þeim svæðum þessarar leiðar sem ekki er þegar búið að gera kröfu um að hún fari í jörðu á.

Meirihluti sveitarstjórnar fangar því að niðurstaða sé að komast í hvar Blöndulína 3 eigi að liggja í gegnum Sveitarfélagið Skagafjörð. Unnið hefur verið umhverfismat fyrir mismunandi valkosti ásamt því að lögð hefur verið vinna í að meta málið út frá sem flestum sjónarhornum með það að markmiði að lágmarka þau áhrif sem línur eins og þessar óneitanlega hafa. Þess vegna eru þær mótvægisaðgerðir sem meirihlutinn leggur til mikilvægar til að lágmarka áhrif að línulögnum um héraðið. Með tengingu á hinni nýju Blöndulínu 3 við tengivirkið í Varmahlíð er búið að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins hvað varðar aðgengi og afhendingarmöguleika á raforku og opna þann möguleika að fyrirtæki og einstaklingar í Skagafirði geti tengst nýju byggðalínunni sem er einnig mikilvægt fyrir raforkunotkun í sveitarfélaginu til framtíðar.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs þá Gísli Sigurðsson.

Sveitarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum, að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

18.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Með vísan í 35. grein skipulagslaga lagði Skipulags- og byggingarnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við heildarendurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar til a.m.k. 12. ára.

Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson og Gísli Sigurðsson

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að hafin verði vinna við heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins til 12 ára og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna Skipulagsstofnun þá ákvörðun sveitarstjórnar.

19.Fjárhagsáætlun 2019-2023

Málsnúmer 1806288Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2019-2023 er lögð fram til seinni umræðu.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunina.
Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess.
Forsendur fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019 og áætlunar fyrir árin 2020-2023 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2019 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 5.744 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 4.767 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 5.286 m.kr., þ.a. A-hluti 4.767 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 679 m.kr, afskriftir nema 222 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 351 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð jákvæð, samtals með 106 m.kr. í rekstrarafgang.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 422 m.kr, afskriftir nema 129 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 280 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 13 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2019, 9.392 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 7.253 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 7.003 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 6.076 m.kr. Eigið fé er áætlað 2.378 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 25,31%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.178 m.kr. og eiginfjárhlutfall 16,24%.
Ný lántaka er áætluð 360 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða um 447 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.314 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.201 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 122% og skuldaviðmið 108%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 327 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 560 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 178 m.kr. hjá samstæðunni í heild.

Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Tekjur flestra sveitarfélaga í landinu hafa stóraukist síðustu misseri og auðveldað þeim að veita íbúunum góða og ódýra þjónustu. Þá hafa mörg þeirra nýtt sér það til að greiða niður skuldir. Um margt gengur vel í Skagafirði og atvinnuástand er gott. Sveitarfélagið Skagafjörður nýtur góðs af því í auknum tekjum. Þá skilar mikil hækkun fasteignamats stórauknum tekjum í formi fasteignagjalda og greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru umfram áætlanir, svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir þetta munu skuldir sveitarfélagsins halda áfram að aukast að óbreyttu. Það er vart ásættanlegt í slíku góðæri, því fljótt geta skipast veður í lofti.
Ráðist var í umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir árið 2012 sem öll sveitarstjórnin stóð sameiginlega að. Skiluðu þær aðgerðir umtalsverðum árangri fyrir rekstur sveitarfélagsins og stofnanna þess sem við búum enn að, án þess að dregið væri úr þjónustu eða auknar álögur settar á íbúa. Þrátt fyrir að ytri skilyrði séu nú rekstri sveitarfélagsins og stofnanna þess hagstæð, er mikilvægt að sýna virkt aðhald og festu. Því var samþykkt byggðaráðs nýverið á tillögu VG og óháðra um úttekt á rekstri sveitarfélagsins mikilvægt skref í þeirri vinnu.
VG og óháð leggja áherslu á að sveitarfélagið bjóði upp á góða og ódýra þjónustu við börn og barnafólk og styðja því ekki gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöldum grunn- og leikskóla og að auknum kostnaði sé velt yfir á fjölskyldufólk. Í anda þeirrar fjölskylduvænu stefnu sem mörkuð var undir forystu VG og óháðra kjörtímabilið 2010-2014 voru þessi gjöld orðin þau lægstu á landinu. Nú er öldin önnur og þær hækkanir sem hafa orðið umfram mörg önnur sveitarfélög, bera vart slíkri stefnumörkun vitni. Það er mikilvægt að gera svæðið enn eftirsóknarverðara fyrir fólk að búa á og flytjast til, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk, með því að halda þessum gjöldum í lágmarki.
Langtíma skuldbindingar, ívilnanir og fjárútlát vegna fyrirtækisins Sýndarveruleiki ehf. munu fela í sér aukin rekstrargjöld og skerða framkvæmdagetu sveitarfélagsins næstu áratugi. Þar varpar meirihlutinn sveitarfélaginu út á hálan ís hvað varðar hlutverk og forgangsröðun verkefna. Kostnaður vegna framkvæmda við Aðalgötu 21a og 21b fyrir Sýndarveruleika ehf., sem sveitarfélagið greiðir fyrir, stefnir langt framúr áætlunum og gæti orðið hinn skagfirski „braggi“. Vel hefði farið á því að KS hefði átt áfram húsið og gert upp svo sómi væri af.
Mikilvægt er að áætlunum um framkvæmdir og viðhald húseigna sveitarfélagsins sé fylgt eftir og verkin unnin. Í sumum tilvikum þola slík verkefni enga bið, svo sem A-álma Árskóla.
Í Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árið 2017 var gert ráð fyrir 18 milljónum króna til endurnýjunar A-álmu auk 7 milljónum króna til almenns viðhalds. Átti samkvæmt umbótaáætlun samstarfsnefndar Árskóla og sveitarfélagsins að laga salerni í A-álmu vegna mikillar skólplyktar sem gaus þar upp. Það var ekki gert sem skildi og einungis um 4 milljónum veitt í framkvæmdir það árið.
Á fjárhagsáætlun ársins 2019 er eina viðhald A-álmu innandyra að laga umrædd salerni enda skólplyktin ennþá viðvarandi. Verk sem átti að vera lokið. Slík dæmi má finna víðar um sveitarfélagið. Þá er mjög bagalegt hve dregist hefur fram úr hófi hönnunarvinna fyrir nýjan leikskóla og endurbætur á húsnæði grunnskólans á Hofsósi. Hraða verður þeirri vinnu.
Í nefndum sveitarfélagsins hafa fulltrúar allra framboða ásamt starfsfólki undanfarnar vikur unnið að fjárhagsáætlun ársins 2019 í sínum málaflokkum. Fulltrúar hafa verið samstíga um flest, en í öðru er áherslumunur. Nefndarfólk VG og óháðra vill þakka öðru nefndarfólki fyrir samstarfið og starfsfólki fyrir góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnanna þess árið 2019. Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðsluna.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, VG og óháðum.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 hefur verið unnin að mestu leiti í góðri samvinnu fulltrúa allra lista, starfsfólks sem og íbúa, sem skilar sér vonandi í bættri þjónustu án þess að íþyngja rekstri sveitarfélagsins, né heimila frá degi til dags. Nokkuð er um gjaldskrár hækkanir en þar er miðað við þróun verðlags milli ára, en leitast var við að hækkanir komi ekki niður á forgangshópum og fögnum við því að standast samanburð annara sveitarfélaga betur fyrir vikið. Þetta er eitthvað sem þarfnast sífelldrar endurskoðunar, og mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því hvernig við stöndumst samanburð gagnvart öðrum sveitarfélögum

Hvatapeningar hækka verulega og er það afar ánægjulegt, og vonandi að það verði til þess að létta undir heimilum, sem og fjölga iðkendum í þeirri flóru íþrótta og tómstunda sem samfélagið hefur uppá að bjóða.
Opnunartímar sundlauganna eru í sífelldri endurskoðun, en þar þarf að fara saman rekstur og þjónusta, og mikilvægt að nefndarmenn og starfsfólk haldi áfram þeirri góðu vinnu að sníða opnunartíma sundlauganna að þörfum íbúa, með nýtingu fjármuna í huga.
Dagvistunar úrræði eru í vinnslu, en sem dæmi má nefna að í áætlun er gert ráð fyrir að farin verði sú leið að starfsmannafundir á leikskólum verði haldnir eftir dagvistunartíma, og er það von okkar og trú að það gangi vel upp, bæði gagnvart starfsfólki og íbúum.

Bætt verður við fjármagni til upplýsingamiðlunar til ferðamanna. Í grunninn teljum við það jákvætt, en hinsvegar má deila um útfærsluna, þ.e. hvernig við notum það fjármagn. Þar teljum við mikilvægt að þjónustan nýtist sem best fyrir allt sveitarfélagið, og að hægt sé að sníða þá þjónustu í takt við tíðaranda, og að það fjármagn verði ekki bundið á einum stað til lengri tíma.

Forgangsröðun verkefna er eitt stærsta verkefni sveitarstjórnarfulltrúa.
Við gerð fjárhagsáætlunar var farin ný leið, að halda íbúafundi á nokkrum stöðum til að fá fram hugmyndir um áhersluverkefni, og má vel sjá árangur af þeim fundum í framkvæmda og viðhalds lista fjárhagsáætlunarinnar, en það má alltaf gera betur. Án þess að tala niður ákveðnar framkvæmdir, því allar eru þær jú góðar, þá finnst okkur hjá Byggðalistanum að áður en farið verði af stað í hönnunarvinnu á stærri framkvæmdum á t.d. menningarhúsi, verðum við að vera komin af stað með önnur verkefni sem tengjast skólum og frístundarstarfi, og hafa til þess fjármagn án verulegrar íþyngjandi skuldasöfnunar sem hafa áhrif á reksturinn, og má sem dæmi um þau verkefni nefna sundlaugina á Sauðárkróki sem er jú í fjárhagsáætlun, íþróttahús og endurbætur grunnskóla á Hofsósi, leik- og grunnskólahúsnæði í Varmahlíð sem og endurbætur á A álmu árskóla, en hluti þeirrar framkvæmdar er í áætluninni.

Að þessu sögðu, munum við fulltrúar Byggðalistans sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019.

Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir góðar móttökur og gott samstarf á árinu sem er að líða.
Starfsfólki sveitarfélagsins viljum við sérstaklega þakka fyrir vel unnin störf við gerð fjárhagsáætlunar.
Íbúum öllum óskum við fulltrúar Byggðalistans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Fyrir hönd Byggðalistans,
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir


Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun svohljóðandi:
Það er afskaplega ánægjulegt að leggja fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 þar sem gert er ráð fyrir rekstrarfagangi af samstæðureikningi sveitarsjóðs að upphæð 679 milljónum fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B- hluta er áætluð samtals 106 milljónir. Ef áætlanir ganga eftir og árið 2019 verður gert upp með hagnaði hefur sveitarsjóður verið rekinn með hagnaði í 7 af síðustu 8 árum sem er einstakur árangur í sögu sveitarfélagsins. Það er einnig ánægjulegur áfangi að áætlunin gerir ráð fyrir að A-hluti verði rekinn með 13 milljóna króna afgangi.
Því ber að fagna enda markmið að hafa rekstur A-hluta sveitarsjóðs jákvæðan. Ef fram fer sem horfir og rekstur A-hluta sveitarsjóðs verður jákvæður fyrir árið 2019 eins og áætlun gerir ráð fyrir, getum við því verið að sjá í fyrsta skipti í tæplega 20 ára sögu sveitarfélagsins, A-hluta sveitarsjóðs með jákvæðri rekstrarniðurstöðu fjögur ár í röð.
Óhætt er að segja að ákveðinn stöðugleiki hafi náðst í reksturinn og ber það að þakka ábyrgri fjármálastjórn og aðhaldi í rekstri undanfarinna ára. Einnig ber að þakka starfsmönnum sveitarfélagsins en ljóst er að án samstillts átaks þeirra hefði sá árangur ekki náðst líkt og rekstur undanfarinna ára ber með sér sem og sú áætlun sem lögð er fram nú.
Mikilvægt er að áfram verði haldið á þeirri braut sem mörkuð hefur verið á undanförnum árum og aðhalds gætt í rekstri. Góður rekstur er undirstaða þess að hægt sé að veita íbúum þá þjónustu sem sveitarfélagið er að veita í dag og að hægt sé að fara í þau fjölmörgu framfaraverkefni sem ráðast á í á komandi árum.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er miðað við að þar sem gjaldskrár væru hækkaðar yrðu þær hækkanir hófstilltar og var að jafnaði miðað við 3% en hækkun vísitölu neysluverðs gerir ráð fyrir meiri hækkun eða 3,6%, auk þess sem gert er ráð fyrir hækkun launavísitölu upp á 6%. Í áætlun ársins er gert ráð fyrir lækkun dvalargjalds fyrir forgangshópa á leikskólum sem og mikilli hækkun á hvatapeningum og samningum við íþróttafélögin sem munu leiða til þess að æfingagjöld hækka ekki þannig að hækkun hvatapeninga skili sér beint til heimila og fjölskyldna í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Sveitarfélagið Skagafjörður verður áfram með einhver lægstu gjöld í leik- og grunnskólum landsins sem og að orkukostnaður verður áfram hvað lægstur á íbúa í Skagafirði. Afar mikilvægt er að hafa þau markmið uppi þegar framtíðaruppbygging héraðsins er höfð í huga. Hefur þessi stefna undanfarinna ára m.a. skilað því að mikil uppbygging á sér nú stað í Skagafirði, meiri en verið hefur í áratugi. Sem dæmi rís nú fjöldi fjósa í dreifbýlinu og tugir íbúða eru ýmist í byggingu eða á teikniborðinu á Sauðárkróki og víðar í héraðinu. Uppgangur er einnig í atvinnulífinu, meiri en mörg undanfarin ár.
Það er afar mikilvægt að þannig sé haldið á málum að það sé eftirsóknarvert að búa í Skagafirði og er þetta og fjölgun íbúa merki um að svo sé. Einnig að í umfangsmikilli könnun sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi birtu nýverið um búsetuskilyrði á landinu kom Skagafjörður best út af 19 landsvæðum hvað varðar hug fólks til margra mikilvægra þátta, s.s. vinnumarkaðar, búsetuskilyrða og hamingju. Frá þessari stefnu má aldrei kvika.
Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri samstæðunnar verði 560 milljónir á árinu og framkvæmt verði fyrir 408 milljónir. Sem dæmi um þau fjölmörgu verkefni sem áætlað er að fara í á næsta ári má nefna áframhaldandi framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks og hönnun næsta áfanga hennar, hönnun og upphaf framkvæmda við leikskóla á Hofsósi og við yngra stig Ársala á Sauðárkróki, malbikun á kirkjuplani á Hofsósi, framkvæmdir við sorpmóttökustöð og gangstéttir í Varmahlíð, hönnunarsamkeppni menningarhúss á Sauðárkróki, lok gatnagerðar við Melatún á Sauðárkróki og hitaveituframkvæmdir í austanverðum Skagafirði.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfall sveitarsjóðs ekki fara yfir 150% af tekjum. Gerir fjárhagsáætlun 2019 hins vegar ráð fyrir því að skuldahlutfallið verði 122%, en þegar búið er að draga frá lífeyrisskuldbindingu að hluta og skuldir orku- og veitufélaga líkt og lögin gera ráð fyrir, er skuldaviðmið samstæðunnar um 108% sem er vel innan allra marka þrátt fyrir miklar framkvæmdir í Sveitarfélaginu á undanförnum árum. Sú áætlun sem lögð er fram nú var unnin í samvinnu allra flokka, bæði í nefndum sveitarfélagsins og í byggðarráði sem er mikilvægt og ber að þakka fyrir þá vinnu.
Með slíkar kennitölur í rekstri er ljóst að áfram er hægt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið til hagsældar og uppbyggingar innviða Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Við óskum íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til hamingju með þá áætlun sem hér er lögð fram og jafnframt óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Regína Valdimarsdóttir og Laufey Kristín Skúladóttir.

Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019-2023 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar Byggðarlistans, Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir ásamt fulltrúum Vg og óháðra, Bjarna Jónssonar og Álfhildar Leifsdóttur, sitja hjá við afgreiðsluna.

20.Fundagerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 1801003Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskar sveitarfélaga frá 30. nóvember 2018, lögð fram til kynningar á 376. fundi sveitarstjónar 12. desember 2018

21.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2018

Málsnúmer 1801007Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 13. nóvember 2018 lögð fram til kynningar á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018

22.Umhverfis- og samgöngunefnd - 147

Málsnúmer 1811012FVakta málsnúmer

Fundargerð 147. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 147 Lagðar voru fram teikningar af fyrirhuguðum breytingum á opnu svæði á milli Hólmagrundar og Hólavegs á Sauðárkróki. Teikningarnar eru unnar af Arnari Birgi Ólafssyni á Teiknistofu Norðurlands.
    Á svæðinu er gert ráð fyrir malbikuðum göngustíg, bekkjum, trjágróðri og lágum jarðvegsmönum.
    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra í samvinnu við garðyrkjustjóra að vinna að jarðvegsvinnu og landmótunar á svæðinu á þessu ári og samþykkir að vísa frágangi á svæðinu til fjárhagsáætlunar næsta árs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 147 Lagðar voru fram teikningar af útivistarskýli í Sauðárgili ásamt kostnaðaráætlun.
    Kostnaðaráætlun vegna skýlisins hljóðar upp á 16,8 milljónir króna.
    Sviðstjóra falið að afla frekari upplýsinga frá hönnuði.
    Nefndin vísar framkvæmd og kostnaðaráætlun til fjárhagsáætlunargerðar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 147 Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 3% frá og með 1. janúar 2019.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 147 Lagt er til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir útselda vinnu ásamt tækjaleigu hækki um 3 % Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu, þeir liðir sem innihalda efni munu hækka um 3 %. Þeir liðir gjaldskrár slökkvitækjaþjónustu sem innifela vinnu þurfa að hækka um 3 %.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 147 Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu hækki um 3% frá og með 1. janúar 2019.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 147 Lögð var fram núverandi gjaldskrá Skagafjarðarhafna og ræddar gjaldskrárbreytingar fyrir 2019. Afgreiðslu gjaldskrár fyrir 2019 frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 147 Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2019.
    Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal lækka úr 0,275% í 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið óbreytt, 0,275% af álagningarstofni.
    Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 3%.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 147 Löngu er vitað að sumum íbúum sveitarfélagsins hefur þótt vegir og þjónusta við þá ekki vera í samræmi við notkun í ljósi aukinnar umferðar vegna ferðaþjónustu og aukinnar vinnu utan heimila í dreifbýlinu . Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að unnin verði úttekt á stöðu vega í Skagafirði m.t.t. notkunar og umferðaröryggis í samráði við Vegagerðina. Úttektin verði nýtt til forgangsröðunar vegaframkvæmda í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 147 Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.

23.Byggðarráð Skagafjarðar - 845

Málsnúmer 1811017FVakta málsnúmer

Fundargerð 845. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 845 Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, fulltrúa Byggðalista:
    "Verið var að vinna við uppsettningu á nýjum körfuboltavelli nú í haust. Nú virðast framkvæmdir vera í biðstöðu, og því við hæfi að farið verði yfir stöðu mála, hvað sé eftir og hvenær sé fyrirhugaða að klára verkefnið, sér í lagi þar sem gert var ráð fyrir að framkvæmdum væri nú þegar lokið."
    Sveitarstjóri upplýsti að verkið eigi að klárast fyrir næstu áramót.
    Bókun fundar Afgreiðsla 845. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 845 Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, fulltrúa Byggðalista:
    "Á 830. fundi byggðaráðs var bókað að "Stefnt er að útboði framkvæmda við nýbyggingu leikskólans haustið 2018".
    Því spyr ég, á hvaða stigi er hönnunarvinnan, og hvað tefur það að verkefnið fari í útboð?"
    Upplýst var að hönnunarvinna hafi dregist af ástæðum sem sveitarfélagið ræður ekki við, en unnið sé að verkefninu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 845. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 845 Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, fulltrúa Byggðalistans:
    "Byggðaráð leggur til að unnin verði framkvæmdaáætlun fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkrók. Umsvif á hafnarsvæði Skagafjarðarhafna á Sauðárkróki hafa aukist til muna undanfarin ár. Í ljósi þess er mikilvægt að sveitarfélagið bregðist hratt við og láti fagfólk vinna fyrir sig ítarlega framkvæmdaráætlun fyrir svæðið. Aukin skipaumferð, bæði fiski- og fraktskipa kallar á aukið verndarsvæði, sem og viðlegukanta. Til þess að hægt sé að þrýsta enn frekar á stjórnvöld um mikilvægi þess að veita fjármunum til verkefnisins, þurfum við að hafa skýra stefnumótun, þar sem kostnaður framkvæmdanna er metin, sem og greining á þörfinni sem svo sannarlega er til staðar. Byggðaráð leggur ennfremur til að sótt verði um styrk í aðalsjóð SSNV til verkefnisins, enda þjóni höfnin öllu starfssvæði samtakanna. (t.a.m. áburður, salt, tjara o.s.frv.)."
    Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar SSNV um styrk til verkefnisins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 845. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 845 Lögð fram tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, fulltrúa Byggðalistans:
    "Byggðaráð leggur til að unnin verði framkvæmdaáætlun fyrir Alexandersflugvöll, til að varpa ljósi á hvað þurfi að gera til að styrkja flugvöllinn, þannig að hann geti orðið vottaður alþjóðaflugvöllur og þar með varaflugvöllur fyrir Keflavík, Egilsstaði og Akureyri. Auknar kröfur sem tóku gildi um síðustu áramót gera það að verkum að óljóst er hversu kostnaðarsamt það er að fá Alexandersflugvöll vottaðan sem alþjóðaflugvöll. Því er mikilvægt að sveitarfélagið sýni frumkvæði og láti vinna framkvæmdaáætlun Alexandersflugvallar, og fái til þess fagfólk með þekkingu á þesskonar framkvæmdum. Forsenda þess að farið verði af stað í þetta verkefni er að fá til þess styrk frá SSNV, enda þjóni flugvöllurinn öllu starfssvæði samtakanna."
    Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar SSNV um styrk til verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 845. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 845 Lögð fram tillaga um breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019.

    4. grein. Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 65.000 á árinu 2019. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2017. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 32.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2018 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

    5. grein. Tekjumörk eru sem hér segir:
    Fyrir einstaklinga: a) með tekjur allt að 3.565.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 4.808.000 kr. enginn afsláttur. Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk: a) með tekjur allt að 4.640.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 6.282.000 kr. enginn afsláttur.
    Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

    Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bjarni Jónsson óskar bókað að skoða ætti að auka enn frekar afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum og situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 845 Lögð fram tillaga um gjaldskrá fasteignagjalda 2019:
    Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
    Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
    Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
    Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
    Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
    Lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum 3,00%
    Leiga beitarlands 0,55 kr./m2
    Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,95 kr./m2
    Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,30 kr./m2
    Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði níu frá 1. febrúar 2019 til 1. október 2019. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 25.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2019. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2019, séu þau jöfn eða umfram 25.000 kr.

    Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir til gjaldenda, nema þeirra sem óska sérstaklega eftir því. Allir greiðendur, einstaklingar og lögaðilar, geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðils í Íbúagátt sveitarfélagsins og á island.is.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Fasteignagjöld - gjaldskrá 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 845 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2018 frá Varasjóði húsnæðismála varðandi niðurstöðu úttektar á framvindu og breytingum á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga á árinu 2017. Könnunina má finna á vefsvæði sjóðsins hjá velferðarráðuneytinu. Bókun fundar Afgreiðsla 845. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 845 Lögð fram drög að tillögu um tímasetningu kynnisferða byggðarráðs til að skoða helstu húseignir sveitarfélagsins annars vegar og opinna íbúafunda um fjárhagsáætlun 2019 hins vegar.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 845. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 845 Lögð fram drög að leigusamningi við Söguskjóðuna slf um Sólgarðaskóla fyrir tímabilið 1. desember 2018 til 30. september 2019.
    Byggðarráð samþykkir framlög samningsdrög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 845. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 845 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 12. nóvember 2018 frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi varðandi ályktun stjórnar samtakanna um frumvarp um Þjóðgarðastofnun. Bókun fundar Afgreiðsla 845. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 845 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 7. nóvember 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til sveitarfélaga, varðandi leiðbeinandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 845. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.

24.Byggðarráð Skagafjarðar - 846

Málsnúmer 1811025FVakta málsnúmer

Fundargerð 846. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lögð fram dagskrá kynnisferðar byggðarráðs til að skoða ástand og viðhaldsþörf fasteigna en sú ferð er farin í nokkrar stofnanir sveitarfélagsins þriðjudaginn 27. nóvember 2018. Einnig lögð fram tillaga um fundartíma opinna funda íbúafunda í tengslum við fjárhagsáætlun 2019.
    Miðvikudagur 28. nóvember 2018:
    Kl. 17:00 Undir Byrðunni, Hólum í Hjaltadal
    Kl. 20:00 Menningarhúsið Miðgarður, Varmahlíð
    Fimmtudagur 29. nóvember 2018:
    Kl. 17:00 Höfðaborg, Hofsósi
    Kl. 20:00 Mælifell, Sauðárkróki
    Bókun fundar Afgreiðsla 846. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 15. nóvember 2018 frá 8. bekk Árskóla, heimabyggðarval. Þar koma fram niðurstöður úr verkefni sem unnið var að í valgreininni, þar sem reynt væri að komast að því hvað væri gott við Sauðárkrók og hvað mætti bæta.
    Byggðarráð þakkar fyrir framtakið og mun hafa niðurstöðurnar til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og komandi ára.
    Bókun fundar Afgreiðsla 846. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. nóvember 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1811320. Óskað er umsagnar um umsókn Jóns Árna Ólafssonar f.h. Olíuverslunar Íslands, kt. 500269-3249, um leyfi til að reka veitingastofu og greiðasölu í flokki III fasteignanúmer 2140814 560 Varmahlíð. Áður K.S.Varmahlíð.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina enda sé öllum skilyrðum fyrir leyfinu fullnægt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 846. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra Brunavarna Skagafjarðar sem varðar breytingar á gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2019. Lagt er til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir útselda vinnu ásamt tækjaleigu hækki um 3. Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu, þeir liðir sem innihalda efni munu hækka um 3%. Þeir liðir gjaldskrár slökkvitækjaþjónustu sem innifela vinnu þurfa að hækka um 3%.
    Byggðarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 19 "Brunavarnir Skagafjarðar - gjaldskrá 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lögð fram tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd þar sem lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 3% frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 "Hunda- og kattahald - gjaldskrá 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lögð fram tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd þar sem lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2019. Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal lækka úr 0,275% í 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið óbreytt, 0,275% af álagningarstofni.
    Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 3%.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 "Fráveitugjald og tæming rotþróa - gjaldskrá 2019" Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lögð fram tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd þar sem lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu hækki um 3% frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 22 "Sorpurðun og sorphirða - gjaldskrá 2019" Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lagt fram að erindi frá formanni stjórnar Vesturfarasetursins ses., dags. 7. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að felldur verði niður fasteignaskattur af húsum í eigu setursins.
    Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 846. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Byggðarráð samþykkir eftirfarandi umsögn við 34. mál, þingsályktunartillögu á 149. löggjafarþingi 2018-2019 um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli, og verður hún send umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta gera ítarlega athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykjavíkurflugvöll, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll.

    Full samstaða ríkir innan allra flokka sem eiga sæti í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um mikilvægi þess að þingsályktunartilllaga þessi nái fram að ganga. Má því til staðfestingar nefna að á 845. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða tillaga þess efnis að sækja um styrk til Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) til að vinna framkvæmdaráætlun fyrir Alexandersflugvöll. Þar sýna fulltrúar byggðaráðs í verki vilja til þess að láta gera ítarlega athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Vinna tillögur byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þingsályktunartillaga þessi því að sama marki, því nái þingsályktunartillagan fram að ganga og niðurstöður undirbúningsvinnu og rannsókna ráðherra verði jákvæðar, styður fyrirhuguð framkvæmdaáætlun heimamanna við næstu skref í uppbyggingu Alexandersflugvallar.

    Við umsagnir sama máls frá fyrri þingum hafa ýmsir aðilar, þ.m.t. Isavia, varpað fram mjög lausáætluðum tölum yfir mikinn kostnað við að byggja Alexandersflugvöll upp sem millilandaflugvöll. Virðast tölur þar stundum úr lausu lofti gripnar og furðulegt að þeim sé slegið fram með viðlíka hætti, enda er þingsályktunartillagan þess efnis að „láta gera ítarlega athugun“ á kostum þess að gera flugvöllinn að varaflugvelli og í því felst að ráðist yrði í faglega athugun á því hver kostnaðurinn yrði. Þannig yrði þingmönnum og stjórnvöldum kleift að taka upplýsta ákvörðun um framtíð vallarins, byggða á raunverulegri úttekt.

    Um kosti þess að gera flugvöllinn að varaflugvelli, sem eru margir, er hægt að tíunda lengi og hefur margoft verið bent á þá og ávinning af slíkri uppbyggingu. Má þó sérstaklega benda á að í samgönguáætlun Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kemur eftirfarandi m.a. fram forgangsröðum í málefnum flugvalla: „Að hugað verði að því að Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur fyrir millilandaflug á Akureyrarflugvöll.“ Styður tillagan þannig við þá brýnu hagsmuni Norðurlands að öruggt millilandaflug til og frá landshlutanum getið orðið árið um kring, enda þjóni Alexandersflugvöllur þá Akureyrarflugvelli geti þotur ekki lent á þeim velli.

    Til að árétta mikilvægi Sauðárkróksflugvallar og það hve aðstæður til flugtaks og lendinga eru þar góðar, m.a. m.t.t. veðurfars og flugtæknilegra skilyrða, má benda á að Flugakademía Keilis hefur í hyggju að færa þangað hluta námsins á næstunni og hefur þegar hafið tilraunaverkefni þar að lútandi. Kennslan hefur hingað til að mestu verið tengd alþjóðaflugvellinum í Keflavík en vegna mikillar umferðar þar hefur akademían verið að beina sjónum sínum annað og staðnæmst við góðar aðstæður á Sauðárkrókflugvelli.

    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Alþingi að samþykkja tillöguna og styðja þannig við öflugar og öruggar samgöngur frá útlöndum til fleiri landshluta en nú er. Það mun tvímælalaust styrkja samkeppnishæfni landsbyggðarinnar og styðja við bætt lífskjör víða um land.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerði tillögu um að sveitarstjórn tæki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:

    Sveitarstjórn Sveitarfélagins samþykkir eftirfarandi umsögn við 34. mál, þingsályktunartillögu á 149. löggjafarþingi 2018-2019 um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli, og verður hún send umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta gera ítarlega athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykjavíkurflugvöll, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll. Full samstaða ríkir innan allra flokka sem eiga sæti í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um mikilvægi þess að þingsályktunartilllaga þessi nái fram að ganga. Má því til staðfestingar nefna að á 845. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða tillaga þess efnis að sækja um styrk til Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) til að vinna framkvæmdaráætlun fyrir Alexandersflugvöll. Þar sýna fulltrúar byggðaráðs í verki vilja til þess að láta gera ítarlega athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Vinna tillögur byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þingsályktunartillaga þessi því að sama marki, því nái þingsályktunartillagan fram að ganga og niðurstöður undirbúningsvinnu og rannsókna ráðherra verði jákvæðar, styður fyrirhuguð framkvæmdaáætlun heimamanna við næstu skref í uppbyggingu Alexandersflugvallar. Við umsagnir sama máls frá fyrri þingum hafa ýmsir aðilar, þ.m.t. Isavia, varpað fram mjög lausáætluðum tölum yfir mikinn kostnað við að byggja Alexandersflugvöll upp sem millilandaflugvöll. Virðast tölur þar stundum úr lausu lofti gripnar og furðulegt að þeim sé slegið fram með viðlíka hætti, enda er þingsályktunartillagan þess efnis að „láta gera ítarlega athugun“ á kostum þess að gera flugvöllinn að varaflugvelli og í því felst að ráðist yrði í faglega athugun á því hver kostnaðurinn yrði. Þannig yrði þingmönnum og stjórnvöldum kleift að taka upplýsta ákvörðun um framtíð vallarins, byggða á raunverulegri úttekt. Um kosti þess að gera flugvöllinn að varaflugvelli, sem eru margir, er hægt að tíunda lengi og hefur margoft verið bent á þá og ávinning af slíkri uppbyggingu. Má þó sérstaklega benda á að í samgönguáætlun Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kemur eftirfarandi m.a. fram forgangsröðum í málefnum flugvalla: „Að hugað verði að því að Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur fyrir millilandaflug á Akureyrarflugvöll.“ Styður tillagan þannig við þá brýnu hagsmuni Norðurlands að öruggt millilandaflug til og frá landshlutanum getið orðið árið um kring, enda þjóni Alexandersflugvöllur þá Akureyrarflugvelli geti þotur ekki lent á þeim velli. Til að árétta mikilvægi Sauðárkróksflugvallar og það hve aðstæður til flugtaks og lendinga eru þar góðar, m.a. m.t.t. veðurfars og flugtæknilegra skilyrða, má benda á að Flugakademía Keilis hefur í hyggju að færa þangað hluta námsins á næstunni og hefur þegar hafið tilraunaverkefni þar að lútandi. Kennslan hefur hingað til að mestu verið tengd alþjóðaflugvellinum í Keflavík en vegna mikillar umferðar þar hefur akademían verið að beina sjónum sínum annað og staðnæmst við góðar aðstæður á Sauðárkrókflugvelli. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Alþingi að samþykkja tillöguna og styðja þannig við öflugar og öruggar samgöngur frá útlöndum til fleiri landshluta en nú er. Það mun tvímælalaust styrkja samkeppnishæfn landsbyggðarinnar og styðja við bætt lífskjör víða um land. Samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 846. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.

25.Byggðarráð Skagafjarðar - 847

Málsnúmer 1812001FVakta málsnúmer

Fundargerð 847. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28.11. 2018 frá Hrafnshóli ehf. þar sem fyrirtækið býður fram samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis - eða annars húsnæðis sem þörf er á í sveitarfélaginu.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum félagsins til fundar við ráðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 847. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Lögð fram bókun 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 30. nóvember 2018 þar sem nefndin beinir því til byggðarráðs að óskað verði eftir því við Vegagerðina að snjómokstri fram að slitlagsenda við Stekkjarholt verði sinnt með sama hætti að hálfu Vegagerðarinnar og núverandi mokstri að Steinsstöðum.
    Byggðarráð tekur undir bókun umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkir að fela sveitarstjóra að senda Vegagerðinni erindi vegna þessa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 847. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Lögð fram verkefnistillaga frá RR ráðgjöf vegna úttektar á veitu- og framkvæmdasviði. Markmið verkefnisins er að greina núverandi stöðu stjórnsýslu, reksturs og fjármála á veitu- og framkvæmdasviði. Meta hvernig til hefur tekist við sameiningu og samþættingu þjónustu á sviðinu eftir sameiningu árið 2012. Leitað verður eftir hagræðingartækifærum og metnir valkostir til aukinnar rafrænnar sjálfþjónustu íbúa og forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins við verk- og þjónustubeiðnir.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi verkefnistillögu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 847. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • 25.4 1809366 Hvatapeningar
    Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Lögð fram bókun 261. fundar félags- og tómstundanefndar frá 26. nóvember 2018 varðandi hvatapeninga til eflingar tómstunda- og íþróttastarfs barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði.
    Lagt er til að hvatapeningar til eflingar tómstunda- og íþróttastarfs barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði hækki úr 8.000 krónum í 25.000 krónur þann 1. janúar 2019. Jafnframt mun Sveitarfélagið Skagafjörður hækka styrk sinn til aðildarfélaga UMSS um 1,2 milljónir króna á árinu 2019 gegn því að félögin hækki ekki æfingagjöld sín á árinu 2019.
    Einnig er lagt til að hafnar verði viðræður við forsvarsmenn UMSS og félaga innan vébanda þess um breytt fyrirkomulag æfingagjalda og samspil hvatapeninga og styrkja.
    Breytingarnar miði að því að samræma gjöld íþróttafélaganna sem og jafna möguleika og aðstæður barna til íþróttaiðkunar, ásamt því að efla faglegt starf íþróttafélaganna.
    Byggðarráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar um hvatapeninga á árinu 2019.
    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
    Fulltrúi VG og óháðra fagnar því að hvatapeningar hækka verulega frá því sem nú er þótt hækkunin nemi ekki þeirri tölu sem hún lagði til.
    Bókun fundar Afgreiðsla 847. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Erindinu vísað frá 261. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir afnot af Húsi frítímans frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 23 " Gjaldskrá 2019 - Hús frítímans" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Erindinu vísað frá 261. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 24 " Gjaldskrá 2019 - íþróttamannvirki" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Erindinu vísað frá 137. fundi fræðslunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá grunnskóla frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 25 " Gjaldskrá í grunnskóla frá 1. janúar 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Erindinu vísað frá 137. fundi fræðslunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá tónlistarskóla frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 26 "Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar 1. janúar 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Erindinu vísað frá 137. fundi fræðslunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá leikskóla frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 27 " Gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Erindinu vísað frá 61. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 28 "Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Erindinu vísað frá 61. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 29 "Gjaldskrá Listasafns skagfirðinga 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Erindinu vísað frá 61. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 30 "Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Erindinu vísað frá 53. fundi veitunefndar. Lögð fram tillaga um 3% hækkun á gjaldskrá hitaveitu og vatnsveitu frá og með 1. janúar 2019.
    Hlutfallsgildi vatnsgjalds vatnsveitu af álagningarstofni hækkar ekki.
    Einnig er lögð fram tillaga um breytta 1. málsgrein gjaldskrá vatnsveitu; "Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, skal greiða vatnsgjald árlega. Sama á við um aðrar fasteignir utan lögsagnarumdæmisins sem fá vatn úr kaldavatnskerfum Skv." Málsgreinin fellur brott og verður svohljóðandi;
    "Samkvæmt 6. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 er heimilt að leggja á fasteign almennt vatnsgjald hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign. Mannvirki telst tengt vatnsveitu þegar heimæð hefur verið tengd frá vatnsveitulögn í vatnsinntak notanda."
    Byggðarráð samþykkir annars vegar gjaldskrá hitaveitu og hins vegar gjaldskrá vatnsveitu og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 31 "Gjaldskrá 2019 - Skagafjarðarveitur" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Erindinu vísað frá 148. fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 32 "Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. nóvember 2018 frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 237/2018 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Óskað er eftir umsögnum um textadrög fyrstu tveggja verkefna þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: Greining tækifæra með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf og tillögur að helstu áherslum í atvinnustefnu. Upplýsingar um málið, umsagnir og gögn er að finna í hppts://samradsgatt.island.is
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn í samráðsgáttina eftirfarandi umsögn:
    Ef hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu ná fram að ganga er mikilvægt fyrir atvinnuþróun hjá þeim sveitarfélögum sem eiga land innan þjóðgarðs að öll þau störf sem verða til vegna þjóðgarðsins verði á landsbyggðinni. Þar með talin eru störf stjórnar þjóðgarðsins. Ef litið er til Vatnajökulsþjóðgarðs skýtur það skökku við að nánast öll yfirstjórn þjóðgarðsins er staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Líta skal til þess að störf sem verða til við nýjan þjóðgarð verði að lágmarki störf án staðsetningar með það að markmiði að efla atvinnu á landsbyggðinni.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerði tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:

    Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. nóvember 2018 frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 237/2018 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Óskað er eftir umsögnum um textadrög fyrstu tveggja verkefna þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: Greining tækifæra með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf og tillögur að helstu áherslum í atvinnustefnu. Upplýsingar um málið, umsagnir og gögn er að finna í hppts://samradsgatt.island.is

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn í samráðsgáttina eftirfarandi umsögn: Ef hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu ná fram að ganga er mikilvægt fyrir atvinnuþróun hjá þeim sveitarfélögum sem eiga land innan þjóðgarðs að öll þau störf sem verða til vegna þjóðgarðsins verði á landsbyggðinni. Þar með talin eru störf stjórnar þjóðgarðsins. Ef litið er til Vatnajökulsþjóðgarðs skýtur það skökku við að nánast öll yfirstjórn þjóðgarðsins er staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Líta skal til þess að störf sem verða til við nýjan þjóðgarð verði að lágmarki störf án staðsetningar með það að markmiði að efla atvinnu á landsbyggðinni.
    Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 847. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 30. nóvember 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem ráðuneytið vekur athygli á að það hefur birt til umsagnar í samráðsgátt, drög að reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga. Í reglugerðinni er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga fyrir Alþingi, að minnsta kosti á þriggja ára fresti til fimmtán ára í senn. Í stefnumótandi áætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Bókun fundar Afgreiðsla 847. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. nóvember 2018 frá nefndasviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólks), 140. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 847. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. nóvember 2018 frá Landsneti hf. varðandi undirbúning mótunar kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028 sem ætlað er að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets. Bókun fundar Afgreiðsla 847. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Lagðar fram til kynningar óendurskoðaðar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-september 2018. Niðurstaða rekstrar er ásættanleg á tímabilinu og í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 847. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 847 Unnið með fjárhagsáætlun 2019-2023. Á fund ráðsins komu eftirtalin til viðræðu:
    Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs komu á fundinn kl. 09:30 og fóru yfir fjárhagsáætlun málaflokka sem undir umhverfis- og samgöngunefnd heyra. Ingibjörg vék af fundi kl. 10:10.
    Haraldur Þór Jóhannsson formaður veitunefndar kom á fundinn kl. 10:15 og var farið yfir fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna. Véku Haraldur og Indriði af fundi kl. 10:35.
    Gunnsteinn Björnsson formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar kom á fundinn og fór yfir málaflokka sem heyra undir nefndina ásamt Margeiri Friðrikssyni. Gunnsteinn vék af fundi kl. 11:35.
    Margeir Friðriksson kynnti fjárhagsáætlun landbúnaðarmála.
    Guðný Axelsdóttir formaður félags- og tómstundanefndar kom á fundinn kl. 12:00 ásamt Herdísi Á. Sæmundardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur félagsmálastjóra, Þorvaldi Gröndal frístundastjóra og Bertínu Bodriguez sérfræðings á fjölskyldusviði. Farið var yfir fjárhagsáætlun málaflokka sem heyra undir nefndina. Guðný, Gréta Sjöfn og Þorvaldur véku af fundi kl. 13:00.
    Laufey Skúladóttir formaður fræðslunefndar kom til fundar kl. 13:10 ásamt Selmu Barðdal fræðslustjóra til að fjalla um fjárhagsáætlun vegna fræðslumála sem heyra undir nefndina. Laufey, Selma, Herdís og Bertína véku af fundi kl. 13:45.
    Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdsviðs kom til fundar kl. 14:00 og kynnti fjárhagsáætlun málaflokks 07-Bruna- og almannavarna. Vék hann af fundi kl. 14:25.
    Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi kom á fundinn kl. 14:30 og fór yfir fjárhagsáætlun málaflokks 09-Skipulags- og byggingarmál. Vék hann af fundi kl. 14:50.
    Að lokum fór Margeir Friðriksson yfir fjárhagsáætlun málaflokks 21-Sameiginlegir liðir.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 39 "Fjárhagsáætlun 2019-2023" Samþykkt samhljóða.

26.Byggðarráð Skagafjarðar - 848

Málsnúmer 1812002FVakta málsnúmer

Fundargerð 848. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 848 Unnið með fjárhagsáætlun 2019-2023.
    Á fund byggðarráðs komu Dagur Þór Baldvinsson yfirhafnarvörður og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og fóru yfir fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna. Dagur vék af fundi kl. 08:45. Indriði fór yfir verkefnalista varðandi meiriháttar viðhald eignasjóðs og fjárfestingar ársins 2019. Indriði vék af fundi kl. 09:50.
    Margeir Friðriksson fór yfir áætlanir eignasjóðs, félagsíbúða og Tímatákns ehf.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 39 "Fjárhagsáætlun 2019-2023" Samþykkt samhljóða.

27.Byggðarráð Skagafjarðar - 849

Málsnúmer 1812006FVakta málsnúmer

Fundargerð 849. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 849 Lagt er til að breyting verði gerð á 4. grein núgildandi reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði og eftirfarandi breyting taki gildi 1. janúar 2019.
    Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 1.450 kr./m² miðað við 1. janúar 2019 að hámarki 175.280 kr. á mánuði. Þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 kr./m² og að hámarki 140.223 kr. á mánuði. Leiguverð tekur verðlagsbreytingum á tólf mánaða fresti samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar fyrst 1. janúar 2020.
    Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs.
    Greinargerð:
    Leigutekjur Félagsíbúða Skagafjarðar hafa aldrei staðið undir reglulegum rekstri og viðhaldi fasteiganna auk þess sem handbært fé frá rekstri dugar ekki fyrir afborgunum lána. Með þessari tillögu er verið að færa leiguverð sem næst markaðsverði sem er 1.454 kr./m² samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands þann 7. desember 2018. Áætlað er að þessi hækkun muni nema um 7 mkr. á árinu 2019 og minnka áætlaðan hallarekstur úr 15 mkr. í 8 mkr.

    Byggðarráð samþykkir ofangreinda breytingu með tveimur atkvæðum.
    Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 33 "Gjaldskrá húsaleigu 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 849 Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning sem taki gildi frá 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir framlög drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðnig og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 34 "Endurskoðun reglna um sérstakan húsnæðisstuðning" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 849 Lögð fram drög að reglum um heilsuræktarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins með gildistöku 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur um heilsuræktarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 35 "Heilsuræktarstyrkur 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 849 Lagður fram tölvupóstur frá stjórn Íbúa- og átthagafélags Fljóta, dagsettur 7. desember 2018 þar stjórnin fer þess á leit, að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 verði sett fjármagn í þær úrbætur á sundlauginni á Sólgörðum sem eru mest aðkallandi.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 849. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 849 Lögð fram fjárhagsáætlun 2019-2023 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
    Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2019-2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 39 "Fjárhagsáætlun 2019-2023" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 849 Lagt fram bréf frá Neytendasamtökunum, dagsett 27. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir 20.000 kr. styrk til starfsemi samtakanna á árinu 2019.
    Byggðarráð samþykkir að veita styrk til samtakanna og taka af fjárhagslið 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 849. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • 27.7 1812056 Afskriftarbeiðni
    Byggðarráð Skagafjarðar - 849 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. desember 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi afskrift á óinnheimtu útsvari sem er undir viðmiðunarfjárhæð í milliríkjainnheimtu. Höfuðstólsfjárhæð 12.059 kr. Samtals afskrift 13.954 kr.
    Byggðarráð samþykkir ofangreinda afskriftarbeiðni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 849. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 849 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 849. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 849 Lagt fram bréf frá stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar dagsett 7. desember 2018 varðandi umsókn sambandsins UMFÍ til að halda Unglingalandsmót UMFÍ árin 2021 og 2022. Sótt er um bæði mótin í þeirri von um að fá að halda annað þeirra. Sækist stjórn UMSS eftir stuðningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna umsóknanna um mótin.
    Byggðarráð samþykkir að styðja við umsókn Ungmennasambands Skagafjarðar um unglingalandsmótin árin 2021 og 2022. Landsmótin sem haldin hafa verið í Skagafirði hafa tekist einstaklega vel og umgjörð þeirra verið með því besta sem gerist á landinu og fagnar byggðarráð því áformum UMSS.
    Bókun fundar Afgreiðsla 849. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 849 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að semja um fjárhagslega úttekt á fjölskyldusviði sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 849. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 849 Fulltrúar frá fyrirtækinu Hrafnshóli ehf. komu á fundinn til að kynna hugmyndir um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 849. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.

28.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 61

Málsnúmer 1811020FVakta málsnúmer

Fundargerð 61. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 377. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 61 Sunna Björk Atladóttir hdl mætti á fundinn til að upplýsa um stöðu mála um eignarhald félagsheimila í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 61 Tekið fyrir erindi frá Kvenfélagi Rípurhrepps vegna jólaballskemmtunar í Hegranesi 2018, frá 8. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir styrk til að halda árlega jólaballskemmtun.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til skemmtunarinnar að upphæð 50.000 kr. sem tekin er af lið 05713 á árinu 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 61 Tekið fyrir erindi frá Kvenfélögum Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps vegna jólatrésskemmtunar í Miðgarði í Varmahlíð 2018, frá 15. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir styrk til að halda árlega jólatrésskemmtun.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til skemmtunarinnar að upphæð kr. 50.000 kr., sem tekin skal af lið 05713 á árinu 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 61 Lögð fram gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2019. Gjaldskráin hækkar um 3% frá núgildandi gjaldskrá.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 61 Lögð fram gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2019. Gjaldskráin hækkar um 3% frá núgildandi gjaldskrá.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 61 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga verði óbreytt frá árinu 2018 og vísar ákvörðuninni til afgreiðslu byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 61 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 (menningarmál)á árinu 2019.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 61 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 (atvinnumál)á árinu 2019.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 61 Í samræmi við viljayfirlýsingu um samstarf við framkvæmd á verkefninu Ræsing Skagafjörður samþykkir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd að auglýst verði samkeppni um viðskiptaáætlanir vegna nýsköpunar. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • 28.10 1809201 Lummudagar
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 61 Kynnt var niðurstaða könnunar sem gerð var í héraðinu um áhuga og viðhorf til Lummudaga þar beðið var um hugmyndir frá íbúum um umgjörð og viðburði. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar forsvarsmönnum Lummudaga. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 61 Lagt fram til kynningar bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dagsett 23. nóvember 2018 varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2018/2019. Sauðárkróki er úthlutað 70 þorskígildistonnum og Hofsós 15 þorskígildistonnum.
    Inga Katrín Magnúsdóttir fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
    Nú er svo komið að næstum allur byggðakvóti hefur verið tekinn af Hofsósi án þess að sjávarútvegsráðuneytið hafi með nokkrum hætti komið til móts við þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í byggðarlaginu og hættu á að sjósókn og starfsemi henni tengd leggist að mestu eða öllu leyti niður vegna skorts á veiðiheimildum. Nú er gert ráð fyrir 15 tonna byggðakvóta til Hofsóss. Þá hefur ákvörðun ráðuneytisins að leyfa aftur dragnótaveiðar sem nú hafa sótt upp í fjörur reynst mikið högg fyrir smábáta á Hofsósi og á öðrum stöðum í Skagafirði. Sú ákvörðun var tekin án samráðs við heimafólk og engu skeytt um mótmæli um vinnubrögð. Er skorað á sjávarútvegsráðuneytið að snúa þessari þróun við og auka veiðiheimildir handa bátum sem gera út frá Hofsósi.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun Vg og óháðra frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
    Nú er svo komið að næstum allur byggðakvóti hefur verið tekinn af Hofsósi án þess að sjávarútvegsráðuneytið hafi með nokkrum hætti komið til móts við þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í byggðarlaginu og hættu á að sjósókn og starfsemi henni tengd leggist að mestu eða öllu leyti niður vegna skorts á veiðiheimildum. Nú er gert ráð fyrir 15 tonna byggðakvóta til Hofsóss. Þá hefur ákvörðun ráðuneytisins að leyfa aftur dragnótaveiðar sem nú hafa sótt upp í fjörur reynst mikið högg fyrir smábáta á Hofsósi og á öðrum stöðum í Skagafirði. Sú ákvörðun var tekin án samráðs við heimafólk og engu skeytt um mótmæli um vinnubrögð. Er skorað á sjávarútvegsráðuneytið að snúa þessari þróun við og auka veiðiheimildir handa bátum sem gera út frá Hofsósi.
    Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, VG og óháð

    Gísli Sigurðsson tók til máls og leggur til að bókun Vg og óháðra, verði gerð að bókun sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

    Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.

29.Félags- og tómstundanefnd - 261

Málsnúmer 1811024FVakta málsnúmer

Fundargerð 261. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 367. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Ólafur Bjarni Haraldsson og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 261 Lagt fram bréf frá UMFÍ þar sem Sveitarfélaginu Skagafirði er þakkað fyrir góða aðstöðu og móttökur á 28. Landsmóti UMFÍ og 8. Landsmóti UMFÍ 50 sumarið 2018. Í bréfinu er UMSS einnig þakkað fyrir góða framkvæmd og glæsilega umgjörð á mótinu. Öllum sjálfboðaliðum eru færðar hjartans þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf á öllum viðburðum á árinu. Bókun fundar Afgreiðsla 261. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 261 Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir not af íþróttamannvirkjum frá og með 1. janúar 2019. Nefndin samþykkir gjaldskrárnar fyrir sitt leyti. Gjaldskráin verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins frá og með 1. janúar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 261. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 261 Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir afnot af Húsi frítímans frá og með 1. janúar 2019. Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti. Gjaldskráin verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins frá og með 1. janúar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 261. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 261 Fyrir nefndinni liggja tvær tillögur um opnunartíma sundlauga í Skagafirði á árinu 2019, önnur frá fulltrúa Byggðalistans og hin frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Tillögurnar eru afar áþekkar og eru nefndarmenn sammála um útfærslu þeirra þannig að tekið sé tillit til sjónarmiða allra nefndarmanna. Nefndin leggur ríka áherslu á að fylgst verði með aðsókn í sundlaugarnar svo auðveldara sé að meta þörf um opnunartíma. Bókun fundar Afgreiðsla 261. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • 29.5 1809366 Hvatapeningar
    Félags- og tómstundanefnd - 261 Fyrir nefndinni liggja tvær tillögur að hækkun hvatapeninga. Önnur frá fulltrúa VG í nefndinni sem leggur til að hvatapeningar hækki í 30.000 krónur.
    Hin tillagan er lögð fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og er svohljóðandi:
    Lagt er til að hvatapeningar til eflingar tómstunda- og íþróttastarfs barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði hækki úr 8.000 krónum í 25.000 krónur þann 1. janúar 2019.
    Jafnframt mun Sveitarfélagið Skagafjörður hækka styrk sinn til aðildarfélaga UMSS um 1,2 milljónir króna á árinu 2019 gegn því að félögin hækki ekki æfingagjöld sín á árinu 2019.
    Einnig er lagt til að hafnar verði viðræður við forsvarsmenn UMSS og félaga innan vébanda þess um breytt fyrirkomulag æfingagjalda og samspil hvatapeninga og styrkja.
    Breytingarnar miði að því að samræma gjöld íþróttafélaganna sem og jafna möguleika og aðstæður barna til íþróttaiðkunar, ásamt því að efla faglegt starf íþróttafélaganna.
    Fulltrúi VG fagnar því að hvatapeningar hækka verulega frá því sem nú er þótt hækkunin nemi ekki þeirri tölu sem hún lagði til og samþykkir tillögu meirihlutans. Nefndin er sammála um að mikilvægt sé að hvatapeningar létti undir með kostnaði heimilanna af tómstunda- og íþróttastarfi. Tillagan er samþykkt. Í kjölfar samþykktarinnar komu formaður og framkvæmdastjóri UMSS, Klara Helgadóttir og Thelma Knútsdóttir, til viðræðna við nefndina um útfærslu tillögunnar. Aðilar eru sammála um að vinna að framgangi hennar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 261. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 261 Fjárhagsáætlanir fyrir málaflokka 02, almenna og sértæka félagsþjónustu og 06, frístundaþjónustu, lagðar fram til seinni umræðu í nefndinni.
    Félags og tómstundanefnd samþykkir áætlanirnar fyrir sitt leyti en ítrekar að mikilvægt sé að vinna að leiðréttingu framlaga ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks. Óásættanlegt er með öllu að framlög ríkisins séu langt undir þeirri þjónustuþörf sem fyrir hendi er í málefnum fatlaðs fólks svo munar tugum milljóna króna. Nefndin hvetur sveitarstjórn til viðræðna við hlutaðeigandi ráðuneyti vegna þessa.
    Nefndin samþykkir áætlanirnar og vísar þeim til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna fyrir góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar árið 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 261. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 261 Lögð fram til kynningar skýrsla Varasjóðs húsnæðismála um könnun sem gerð var á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017. Skýrslan inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar um stöðu húsnæðismála í Sveitarfélaginu Skagafirði. Nefndin óskar eftir samantekt úr skýrslunni um stöðu mála í Sveitarfélaginu Skagafirði og kynna á næsta fundi nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 261. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.

30.Fræðslunefnd - 137

Málsnúmer 1811019FVakta málsnúmer

Fundargerð 137. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Laufey Kristín Skúladóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 137 Lagt er til að sumarlokun leikskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði verði með eftirfarandi hætti sumarið 2019:
    Birkilundur loki í 5 vikur frá kl. 12 þann 5. júlí til kl. 12 þann 12. ágúst.
    Ársalir loki í 4 vikur frá kl. 12 þann 11. júlí til kl. 12 þann 8. ágúst.
    Tröllaborg loki í 5 vikur frá kl. 12 þann 28. júní til kl. 12 þann 6. ágúst.
    Nefndin samþykkir tillöguna.

    Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar fræðslunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
  • Fræðslunefnd - 137 Fulltrúi VG og óháðra leggur fram tillögu þess efnis að eldað verði frá grunni í eldhúsum allra grunn- og leikskóla héraðins þar sem farið yrði eftir manneldismarkmiðum Manneldisráðs Íslands og gildum heilsueflandi grunnskóla. Málið var rætt og þeir annmarkar sem eru við framkvæmd tillögunnar ítrekaðir. Niðurstaða fundarins er sú að farið verði betur yfir matseðla og markmið manneldisráðs varðandi framreiðslu matar í skólum Skagafjarðar. Nefndin hvetur til þess að hráefni úr heimabyggð sé notað eftir fremsta megni. Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun: Mikilvægt er að eldað verði frá grunni í eldhúsum grunn- og leikskóla héraðins, eftir því sem kostur er, þar sem farið verður eftir manneldismarkmiðum Manneldisráðs Íslands og gildum heilsueflandi grunnskóla.
    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum.

    Afgreiðsla 137. fundar fræðslunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
  • Fræðslunefnd - 137 Farið var yfir skólaakstur í Fljótum og þá möguleika sem eru í stöðunni varðandi skiptistæði skólabílanna. Nefndin felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að skoða áfram skiptistæðið með tilliti til öryggis og umhverfis. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar fræðslunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 137 Lagt er til að gjaldskrá leikskóla taki eftirfarandi breytingum: Fæðisgjald hækki um 3% og almennt dvalargjald hækki um 3%. Veittur verði 40% afsláttur af dvalargjaldi fyrir forgangshópa (sérgjaldi) í stað 30%. Systkinaafsláttur verði óbreyttur. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar fræðslunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 137 Lagt er til að fæðisgjald í grunnskóla hækki um 3% og dvalargjald í heilsdagsskóla um 3%. Systkinaafsláttur verði óbreyttur. Tillagan er samþykkt. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar fræðslunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 137 Lagt er til að gjöld í tónlistarskóla hækki um 3%. Systkinaafsláttur verði óbreyttur. Nefndin samþykkir tillöguna. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar fræðslunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 137 Fjárhagsáætlun fræðslumála 2019 lögð fram til seinni umræðu. Nefndin samþykkir áætlunina eins og hún er lögð fram fyrir sitt leyti. Nefndin vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar fræðslunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 137 Lagt er til að skólastefna sem gerð var árið 2008 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð verði endurskoðuð og uppfærð. Áætlað er að stefnan nái ekki einungis til skóla sveitarfélagsins heldur einnig til frístundastarfsins. Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra hefur einnig óskað eftir að vera hluti af stefnunni. Nefndin fagnar endurskoðuninni og hvetur til virkrar þátttöku samfélagsins. Málinu er vísað til umfjöllunar í félags og tómstundanefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar fræðslunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 137 Persónuverndarstefnur fyrir leik - grunn og tónlistarskóla lagðar fram til kynningar. Nefndin fagnar þeirri vinnu sem hefur átt sér stað við mótun þeirra. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar fræðslunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 137 Upplýst var að vinaliðaverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar hlaut hvatningarverðlaun Menntamálastofnunar og menntamálaráðherra á degi gegn einelti þann 8. nóvember síðastliðinn. Nefndin óskar aðstandendum verkefninsins til hamingju með verðlaunin og lýsir yfir mikilli ánægju með árangur þess í skólum Skagafjarðar og um land allt. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar fræðslunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.

31.Landbúnaðarnefnd - 202

Málsnúmer 1811022FVakta málsnúmer

Fundargerð 202. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 202 Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir kom á fundinn til viðræðu um riðumál.
    Landbúnaðarnefnd fagnar því að MAST er farið að leggja drög að því að kortleggja gamlar riðugrafir og þekkt riðusvæði með það að markmiði að greina áhættu riðusmits.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 202 Ingólfur Helgason komst ekki á fundinn til viðræðu um útflutning á heyi og málinu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 202 Lagt fram bréf dagsett 7. nóvember 2018 frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrk til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" vegna ársins 2018.
    Landbúnaðarnefnd þakkar erindið en getur ekki orðið við því að styrkja verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 202 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2019 fyrir málaflokk 11700 Minka- og refaeyðing og málaflokk 13 - landbúnaðarmál.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðar fjárhagsáætlanir fyrir árið 2019 og vísar þeim til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 202 Lögð fram drög að framlögum til fjallskilasjóða á árinu 2019.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir áorðnar breytingar á framlögum til fjallskilasjóða á árinu 2019. Samtals er úthlutað nú 3,2 mkr. til almennra framlaga og 500 þús.kr. vegna nýframkvæmda. Framlag vegna nýframkvæmda verður ekki greitt út fyrr en öll tilskilin leyfi liggja fyrir vegna framkvæmdarinnar. Önnur framlög verða greidd þegar ársreikningi 2018 hefur verið skilað til sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 202 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir fjallskilasjóð Seyluhrepps - úthluta. Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 202 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir fjallskilasjóð Hofsóss og Unadals. Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.

32.Byggðarráð Skagafjarðar - 844

Málsnúmer 1811003FVakta málsnúmer

Fundargerð 844. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 844 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. október 2018. Verið Vísindagarðar ehf. boðar til aðalfundar þann 20. nóvember 2018.
    Byggðarráð samþykkir að Gunnsteinn Björnsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 844. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 844 Lagður fram tölvupóstur frá Samgöngustofu, dagsettur 6. nóvember 2018, varðandi minningardag þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Minningardagurinn verður sunnudaginn 18. nóvember 2018 og sveitarfélög hvött til þess að taka þátt í deginum með einum eða öðrum hætti.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og hvetur íbúa og viðbragðsaðila til að taka þátt í deginum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 844. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 844 Lögð fram bókun 60. fundar atvinnu-, menningar og kynningarnefndar þann 24. október 2018, varðandi gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2019. Lagt er til að gjaldskráin verði óbreytt frá árinu 2018. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 1.700 kr. og 1.500 kr. fyrir hópa, öryrkja, eldri borgara og námsmenn.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 844 Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands, landupplýsingadeild, ódagsett en móttekið 6. nóvember 2018, varðandi landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög við að koma upp starfrænum gagnagrunni með hnitsettum eignamörkum í landeignaskrá.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að sjá um samkipti við Þjóðskrá Íslands.
    Bókun fundar Afgreiðsla 844. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 844 Lagt fram bréf dagsett 1. nóvember 2018 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, varðandi nýja reglugerð um sjóðinn sem er nú í samráðsgátt til umsagnar.
    Byggðarráð fagnar framkomnum drögum þar sem á margan hátt er verið að koma til móts við sjónarmið landstórra fjölkjarna sveitarfélaga. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga haldi upprunalegu hlutverki sínu að jafna aðstöðumun sveitarfélaga á landinu vegna verkefna sinna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 844. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 844 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 25. október 2018, þar allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 844. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 844 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 8. nóvember 2018, þar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur, 29. mál.
    Byggðarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu enda mikilvægt að efla starfsemi náttúrustofa með auknum verkefnum og fjármagni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 844. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 844 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 8. nóvember 2018, þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 844. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.

33.Umhverfis- og samgöngunefnd - 148

Málsnúmer 1811026FVakta málsnúmer

Fundargerð 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 148 Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri, fór yfir fjárhagsáætlun Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2019.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 148 Lögð voru fram drög að gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir fyrir árið 2019.
    Í drögunum er gert ráð fyrir 3% hækkun á gjöldum.
    Bætt hefur verið við ákvæði um geymslugjald fyrir báta, veiðarfæri og öðrum búnaði.
    Einnig er bætt við nýrri grein um farþegagjald í tengslum við komu skemmtiferðaskipa.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 148 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir árið 2019.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 148 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 53 - fráveitu.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 148 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 11 - umhverfismál.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 148 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 10 - umferðar- og samgöngumál.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 148 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 08 - hreinlætismál.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 148 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna umsagnarbeiðni um verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
    Umsagnarfrestur er til 21. desember nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 148 Lögð var fram til kynningar ályktun frá Landssamtökum landeigenda um frumvarp um Þjóðgarðsstofnun. Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 148 Lögð var fram tillaga frá Ingibjörgu Huld Þórðardóttur, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, þess efnis að Sveitarfélagið Skagafjörður vinni að áætlun og framkvæmd þess að kolefnisjafna starfsemi sveitarfélagsins og vinni að því að minnka kolefnisfótsporið í starfsemi sinni.
    Umhverfis- og samgöngunefnd tekur vel í tillöguna og leggur til að kannað verði með hvaða hætti væri hægt að vinna að kolefnisjöfnun sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 148 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Högna Elfari Gylfasyni varðandi snjómokstur í Lýtingsstaðahreppi hinum forna. Í erindinu er því velt upp hvort færa eigi mörk snjómoksturs Vegagerðarinnar framar í Lýtingsstaðahreppi. Erindið hefur áður verið tekið fyrir á fundi nefndar og rætt á fundi með Vegagerðinni.
    Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til byggðarráðs að óskað verði eftir því við Vegagerðina að snjómokstri fram að slitlagsenda við Stekkjarholt verði sinnt með sama hætti að hálfu Vegagerðarinnar og núverandi mokstri að Steinsstöðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.

34.Skipulags- og byggingarnefnd - 334

Málsnúmer 1811018FVakta málsnúmer

Fundargerð 334. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 334 1. Bréf Skipulagsstofnunar
    Farið yfir afgreiðslu Skipulagsstofnunar vegna breytingartillögu aðalskipulags, dags. 31.5.2018.
    Með afgreiðslu Skipulagsstofnun er heimilt að auglýsa skiplagstillögu að breytingum skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar skipulagsgögn hafa verið lagfærð m.t.t. ábendinga stofnunarinnar. Ábendingar voru um: (1) Að gera skýrari grein fyrir samanburði valkosta m.t.t. vistgerða, (2) skerpa á framsetningu um efnistökusvæði, (3) lagfæra skipulagsuppdrætti , (4) bæta við upplýsingum um stöðu Blöndulundar m.t.t. rammaáætlunar og (5) bæta við rökstuðningi fyrir brýna nauðsyn að raska verndarsvæðum skv. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.
    Brugðist hefur verið við öllum ábendingum og skipulagsgögn uppfærð samkvæmt þeim.

    2. Athugasemdir sem bárust frá B. Pálsson ehf., dags. 8.8.2018.
    Athugasemdir snéru að eftirfarandi atriðum: (1) Skortur á rökstuðningi fyrir því að Héraðsvatnaleið hafi minni umhverfisáhrif en Efribyggðaleið, (2) ósk um frekari rökstuðning á því hvernig Héraðsvatnaleið stuðli að auknu afhendingaröryggi, (3) skortur á upplýsingum um grjótnám, (4) vöntun á rökstuðningi fyrir að velja ekki línustæði meðfram núverandi línuleið eða Kiðaskarðsleið, (5) rannsaka betur hámarkslengd jarðstrengja á línuleið (6) þörf á byggingu Blöndulínu 3.
    Í uppfærðum skipulagsgögnum kemur fram rökstuðningur fyrir vali á Héraðsvatnaleið sem svarar þeim spurningum og athugasemdum sem fram koma í bréfinu, þar með talinn samanburður hennar gagnvart öðrum leiðum og upplýsingar um þörf á Blöndulínu 3, staðsetningu efnistöku og hámarkslengd jarðstrengja á línuleiðinni.

    3. Meirihluti Skipulags- og bygginganefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til eftirfarandi breytingar á núverandi tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021:

    1. Setja inn spennivirki fyrir ofan Kirkjuhól eða þar í kring í samráði við landeiganda og Landsnet og gera ráð fyrir jarðstreng frá því og í spennivirkið í Varmahlíð.
    2. Gera kröfu um að öll Rangárvalla lína fari í jörðu í Sveitarfélaginu Skagafirði ekki seinna en tveimur árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið en það er kaflinn frá spennivirkinu í Varmahlíð og austur að Héraðsvötnum.
    3. Gera kröfu um að öll Blöndulína 2 fari í jörðu þ.e.a.s frá Sveitarfélagsmörkum við Húnavatnshrepp og að spennivirkinu í Varmahlíð eigi síðar en 2 árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið.
    4. Leggja áherslu á að sá hluti Rangárvallarlínu sem liggur í Skagafirði en utan Sveitarfélagsins Skagafjarðar þ.e.a.s. frá Héraðsvötnum og fram í Norðurárdal um Blönduhlíð fari einnig sem fyrst í jörðu, helst innan tveggja ára frá því Blöndulína 3 er tekin í notkun.
    5. Halda því opnu að ef forsendur skapist (t.d. tækilega), til að leggja meira af Blöndulínu 3 í jörðu en þegar hefur verið farið framá í vinnslutillögunni að þá verði það svigrúm nýtt til að draga úr umhverfisáhrifum af línunni á frá spennistöðinni í Varmahlíð og suður fyrir Dalsplássið, þ.e.a.s á þeim svæðum þessarar leiðar sem ekki er þegar búið að gera kröfu um að hún fari í jörðu á.
    Með þeirri breytingu að núverandi byggðalína (Rangárvallalína og Blöndulína 2), fari í jörðu ekki seinna en tveimur árum eftir að framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið er verið að lágmarka sjónræn áhrif af lagningu raflína um Skagafjörð og komið í veg fyrir að tvær staura línur liggi í gegnum framhluta Skagafjarðar. Með tenginu á hinni nýju Blöndulínu 3 við spennivirkið í Varmahlíð er einnig búið að opna þann möguleika að fyrirtæki og einstaklingar í Skagafirði geti tengst nýju Byggðalínunni en það eykur meðal annars afhendingaröryggi til notenda og opnar til framtíðar á ennþá meiri rafmagns notkun á svæðinu.

    Sveinn F. Úlfarsson tekur undir þessar tillögur meirihluta skipulags- og byggingarnefndar.

    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
    Í ljósi þess að Blöndulína 3 er stóriðjulína sem þjónar sem slík engum hagsmunum fyrir Sveitarfélagið og íbúa þess og að umhverfsmati á þessari framkvæmd er ekki lokið, er mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur. Einnig er mikilvægt að ríkt samráð verði haft við landeigendur auk þess sem hagsmunum allra hlutaðeigenda verði haldið kröftulega til haga. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum t.d. með því að gera kröfu á Landsnet um að Blöndulína 3 tengist raforkuneti Skagafjarðar í gegnum spennuvirki í Varmahlíð og um leið að Blöndulína 2 og Rangárvallalína fari að öllu leiti í jörð innan sveitarfélagsins jafnhliða lagningu Blöndulínu 3.
    Þar sem fyrirtækið Landsnet gerir bæði kerfisáætlun og valkostagreiningu um línulögn hefur fyrirtækið fullkomna aðilastöðu í málinu. Því telja VG og óháð eðlilegt að Sveitarfélagið Skagafjörður kanni á sjálfstæðan hátt að hve miklu leiti sé unnt að leggja línuna í jörð en byggi mat sitt ekki á áliti Landsnets.


    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 36 "Aðalskipulag Sveitarfélagsinss Skagafjarðar" Samþykkt samhljóða.

35.Skipulags- og byggingarnefnd - 335

Málsnúmer 1811030FVakta málsnúmer

Fundargerð 335. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 335 Lögð eru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 09 Skipulags- og byggingarmál.Heildarútgjöld 67.589.888 kr. Sundurliðast tekjur kr. 11.660.000.- gjöld kr. 79.189.888- Rekstrarniðurstaða -67.589.888 kr. Samþykkt að vísa fjárhagsáætlun málaflokksins 09 til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 335 Uppfærð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 lögð fram.
    Breytingartillagan fjallar um (A) Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) virkjanakosti í Skagafirði, (D), urðunarsvæði við Brimnes, (E) nýtt tengivirki og rafstrengur á Sauðárkróki, (F) ný efnistökusvæði og (G) iðnaðarsvæði við Varmahlíð.
    Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga var vinnslutillaga að aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfisskýrslu og forsendum kynnt íbúum sveitarfélagsins, aðliggjandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum, bæði á almennum fundi og á heimasíðu sveitarfélagsins. Athugasemdarfrestur var í rúmar sex vikur og bárust 34 umsagnir og athugasemdir. Brugðist hefur verið við öllum umsögnum og athugasemdum. Skipulagsstofnun hefur heimilað auglýsingu á skipulagstillögunni, skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, að teknu tilliti til athugasemda stofnunarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd hefur uppfært skipulagstillöguna í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja uppfærða aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfisskýrslu til afgreiðslu sveitarstjórnar um að auglýsa skipulagsgögnin skv. 31. gr. skipulagslaga.

    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
    Í ljósi þess að Blöndulína 3 er stóriðjulína sem þjónar sem slík engum hagsmunum fyrir Sveitarfélagið og íbúa þess og að umhverfsmati á þessari framkvæmd er ekki lokið, er mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur. Einnig er mikilvægt að ríkt samráð verði haft við landeigendur auk þess sem hagsmunum allra hlutaðeigenda verði haldið kröftulega til haga. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum t.d. með því að gera kröfu um að Blöndulína 3 tengist raforkuneti Skagafjarðar í gegnum spennuvirki í Varmahlíð og um leið að Blöndulína 2 og Rangárvallalína fari að öllu leiti í jörð innan sveitarfélagsins jafnhliða lagningu Blöndulínu 3.
    Þar sem fyrirtækið Landsnet gerir bæði kerfisáætlun og valkostagreiningu um línulögn hefur fyrirtækið fullkomna aðilastöðu í málinu. Því telja VG og óháð eðlilegt að Sveitarfélagið Skagafjörður kanni á sjálfstæðan hátt að hve miklu leiti sé unnt að leggja línuna í jörð en byggi mat sitt ekki á áliti Landsnets.

    Meirihluti Skipulags og byggingarnefndar fagnar því að niðurstaða sé að komast í hvar Blöndulína 3 eigi að liggja í gegnum Sveitarfélagið Skagafjörð. Unnið hefur verið Umhverfismat fyrir mismunandi valkosti ásamt því að lögð hefur verið vinna í að meta málið út frá sem flestum sjónarhornum með það að markmiði að lágmarka þau áhrif sem línur eins og þessar óneitanlega hafa. Þess vegna eru þær mótvægisaðgerðir sem við nú leggjum til mikilvægar til að lágmarka áhrif að línulögnum um héraðið. Einnig er búið að tryggja staðsetningu á spennuvirki til að geta tengt Skagafjörð við nýju línuna en það er einnig mikilvægt fyrir framtíðina. Sveinn Úlfarsson tekur undir bókun meirihlutans.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 37 "Aðalskipulag Sveitarfélagsinss Skagafjarðar" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 335 Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn, að loknum sveitarstjórnarkosningum, meta hvort ástæða sé til þess að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins. Skal sú ákvörðun, m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulags.

    Þar sem gildandi aðalskipulag er til ársins 2021 telur Skipulags- og byggingarnefnd þörf á að endurskoða skipulagsstefnu sveitarfélagsins, m.a. þarf að skerpa á stefnu um þéttbýli og þróun byggðar, skoða atvinnuþróun og áhrif hennar á skipulag sveitarfélagsins. Þá hafa á gildistíma aðalskipulagsins ný skipulagslög, náttúruverndarlög og landsskipulagsstefna tekið gildi og því nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulagið m.t.t. þess.

    Í ljósi ofnaritaðs leggur Skipulags- og byggingarnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjarðar til a.m.k. 12. ára.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 38 "Aðalskipulag Sveitarfélagsinss Skagafjarðar - Endurskoðun" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 335 Fyrir fundinum liggur tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir afmarkað svæði á Hofsósi. Lagt er til að byggðakjarnarnir, Plássið og Sandurinn, verði gerðir að verndarsvæði í byggð samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og reglugerð nr. 575/2016. Í lögunum er verndarsvæði í byggð skilgreint sem „Afmörkuð byggð með varðveislugildi sem nýtur verndar samkvæmt ákvörðun ráðherra á grundvelli laga þessara.“
    Með þessari tillögu er markmiðið að festa verndun svæðisins í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging svæðisins taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir. Tillagan skiptist í sex meginkafla 1)afmörkun og inngang 2) lýsingu 3) greiningu 4) varðveislumat og verndarflokkun 5) verndun og uppbyggingu 6) Verndarsvæði og skipulag. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu til íbúakynningar
    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 335 Fyrirliggjandi er fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar kt. 290664-4119 Skagfirðingabraut 13 um heimild til að byggja bílskúr og aðstöðuhús á lóðinni Skagfirðingabraut 13. Meðfylgjandi eru útilitsteikning sem gerir nánari grein fyrir erindinu. Samþykkt að óska eftir nánari skýringum frá umsækjanda á erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 335 Ólafur Helgi Jóhannsson kt. 160750-7319,Freyjugötu 1B á Sauðárkróki sæki um stækkun á lóð um íbúðarhúsið að Freyjugötu 1B samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umsækjandi óskar eftir að lóðin verði um 380 fermetrar eftir breyting. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 335 Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir, fh. sveitarfélagsins um heimild til að breyta notkun húsanna Aðalgata 21A og Aðalgata 21B. Fyrirhugað er að starfrækja móttöku- og sýningarhald fyrir ferðamenn í húsunum.
    Meðfylgjandi uppdrættir, unnir hjá Stoð ehf. gera nánari grein fyrir málinu. Erindið samþykkt.

    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað. Í ljósi þess að Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur enn ekki samþykkt starfsemi Sýndarveruleika ehf. í Aðalgötu 21A og 21B tek ég ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.


    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og óskar bókað: Í ljósi þess að Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur enn ekki samþykkt starfsemi Sýndarveruleika ehf. í Aðalgötu 21A og 21B tökum við ekki þátt í afgreiðslu þessa máls. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson.

    Afgreiðsla 335. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með sjö atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 335 Lagður fram tölvupóstur frá Guðlaugi Pálssyni verkefnisstjóra hjá N1 varðandi afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar frá 24. október sl. á erindi N1.

    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 335 Þórarinn Leifsson kt. 230866-4309 sækir f.h. Keldudals ehf. kt. 570196-2359 um að skráningu fasteignarinnar 214-2439 á landnúmeri 194449 verði breytt úr sumarbústað í íbúðarhúsnæði og lóð hússins verði skráð sem íbúðarhússlóð. Erindið samþykkt. Álfhildur Leifsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar. Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með átta atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 335 Fundargerð 79. afgreiðslufunduar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar



    Bókun fundar Fundargerð 79. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 335 Fyrir liggur til kynningar, verkefnis- og matslýsing vegna Kerfisáætlunar Landsnets 2019-2028.

    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.

36.Veitunefnd - 53

Málsnúmer 1811027FVakta málsnúmer

Fundargerð 53. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 53 Lögð var fram til kynningar umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar veitunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 53 Lagt var fram erindi frá UMF Neista á Hofsósi varðandi hitaveitutengingu í aðstöðuhús félagsins við íþróttavöllinn á Hofsósi.
    Veitunefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að vinna að málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar veitunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 53 Lögð var fram tillaga um 3% gjaldskrárhækkanir á gjaldskrám hitaveitu og vatnsveitu.
    Stofn til álagningar vatnsgjalds vatnsveitu hækkar ekki.

    Einnig er lögð fram tillaga um breytta 1. málsgrein gjaldskrá vatnsveitu;
    "Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, skal greiða vatnsgjald árlega. Sama á við um aðrar fasteignir utan lögsagnarumdæmisins sem fá vatn úr kaldavatnskerfum Skv."

    Málsgreinin fellur brott og verður svohljóðandi;
    "Samkvæmt 6. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 er heimilt að leggja á fasteign almennt vatnsgjald hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign. Mannvirki telst tengt vatnsveitu þegar heimæð hefur verið tengd frá vatnsveitulögn í vatnsinntak notanda."

    Tillagan samþykkt og vísað til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar veitunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 53 Lögð var fyrir fjárhagsáætlun fyrir hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu fyrir árið 2019.
    Veitunefnd samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar veitunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 53 Lögð var fram til kynningar kostnaðaráætlun fyrir hitaveitulögn frá Hofsósi að Neðri-Ás og Ásgarðsbæjum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar veitunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.

37.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2019

Málsnúmer 1810026Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun frá 844. fundar byggðarráðs þann 13. nóvember 2018, varðandi gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2019. Lagt er til að gjaldskráin verði óbreytt frá árinu 2018. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 1.700 kr. og 1.500 kr. fyrir hópa, öryrkja, eldri borgara og námsmenn. Byggðarráð samþykkti gjaldskrána og vísaði henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðingar fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

38.Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019

Málsnúmer 1811092Vakta málsnúmer

Vísað frá 845. fundi byggðarráðs 20. nóvember 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Lögð fram tillaga um breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019.

4. grein. Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 65.000 á árinu 2019. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2017. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 32.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2018 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5. grein. Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga: a) með tekjur allt að 3.565.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 4.808.000 kr. enginn afsláttur. Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk: a) með tekjur allt að 4.640.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 6.282.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað að skoða ætti að auka enn frekar afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum. Fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir

Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með sjö atkvæðum.

39.Fasteignagjöld - gjaldskrá 2019

Málsnúmer 1811093Vakta málsnúmer

Vísað frá 845. fundi byggðarráðs 20. nóvember 2018 til samþykktar sveitarstjórnar, þannig bókað:

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fasteignagjalda 2019:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum 3,00%
Leiga beitarlands 0,55 kr./m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,95 kr./m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,30 kr./m2
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði níu frá 1. febrúar 2019 til 1. október 2019. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 25.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2019. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2019, séu þau jöfn eða umfram 25.000 kr.

Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir til gjaldenda, nema þeirra sem óska sérstaklega eftir því. Allir greiðendur, einstaklingar og lögaðilar, geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðils í Íbúagátt sveitarfélagsins og á island.is.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Gjaldskrá fasteignagjalda fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.

40.Brunavarnir Skagafjarðar - gjaldskrá 2019

Málsnúmer 1811102Vakta málsnúmer

Vísað frá 846. fundi byggðarráðs 27. nóv 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra Brunavarna Skagafjarðar sem varðar breytingar á gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2019. Lagt er til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir útselda vinnu ásamt tækjaleigu hækki um 3. Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu, þeir liðir sem innihalda efni munu hækka um 3%. Þeir liðir gjaldskrár slökkvitækjaþjónustu sem innifela vinnu þurfa að hækka um 3%.
Byggðarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

Gjaldskrá Brunavarna fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

41.Hunda- og kattahald - gjaldskrá 2019

Málsnúmer 1811074Vakta málsnúmer

Vísað frá 846. fundi byggðarráðs 27. nóv 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lögð fram tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd þar sem lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 3% frá og með 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Gjaldskrá hunda- og kattahalds fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:20.