Fara í efni

Veitunefnd - 53

Málsnúmer 1811027F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 376. fundur - 12.12.2018

Fundargerð 53. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 53 Lögð var fram til kynningar umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar veitunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 53 Lagt var fram erindi frá UMF Neista á Hofsósi varðandi hitaveitutengingu í aðstöðuhús félagsins við íþróttavöllinn á Hofsósi.
    Veitunefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að vinna að málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar veitunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 53 Lögð var fram tillaga um 3% gjaldskrárhækkanir á gjaldskrám hitaveitu og vatnsveitu.
    Stofn til álagningar vatnsgjalds vatnsveitu hækkar ekki.

    Einnig er lögð fram tillaga um breytta 1. málsgrein gjaldskrá vatnsveitu;
    "Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, skal greiða vatnsgjald árlega. Sama á við um aðrar fasteignir utan lögsagnarumdæmisins sem fá vatn úr kaldavatnskerfum Skv."

    Málsgreinin fellur brott og verður svohljóðandi;
    "Samkvæmt 6. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 er heimilt að leggja á fasteign almennt vatnsgjald hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign. Mannvirki telst tengt vatnsveitu þegar heimæð hefur verið tengd frá vatnsveitulögn í vatnsinntak notanda."

    Tillagan samþykkt og vísað til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar veitunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 53 Lögð var fyrir fjárhagsáætlun fyrir hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu fyrir árið 2019.
    Veitunefnd samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar veitunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 53 Lögð var fram til kynningar kostnaðaráætlun fyrir hitaveitulögn frá Hofsósi að Neðri-Ás og Ásgarðsbæjum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar veitunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.