Ísland ljóstengt - umsókn 2019
Málsnúmer 1811038
Vakta málsnúmerVeitunefnd Svf Skagafjarðar - 53. fundur - 29.11.2018
Lögð var fram til kynningar umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 56. fundur - 01.03.2019
Lagt var fyrir tilboð frá Fjarskiptasjóði sem byggt er á gögnum sem Sveitarfélagið Skagafjörður skilaði inn sem hluta af forvals gögnum í umsóknarferli Ísland ljóstengt 2019.
Í umsókn Sveitarfélagsins var sótt um styrki til tenginga á alls 88 heimilum. Kostnaður vegna þessara tengingar var áætlaður um 164,5 milljónir eða um 2 milljónir pr. tengingu.
Tilboð Fjarskiptasjóðs hljóðar upp á styrki upp á rúmar 70 milljónir af rúmum 110 milljónum sem Sveitarfélagið sótti um.
Nefndin leggur til að tilboði Fjarskiptasjóðs sé tekið og vísar til byggðarráðs vegna aukinna útgjalda Sveitarfélagsins vegna ljósleiðaravæðingar dreifbýlis. Nefndin harmar það að á lokametrum verkefnisins Ísland ljóstengt sé verið að þvinga stærri kostnaðarhluta verkefnisins yfir á Sveitarfélögin í landinu.
Í umsókn Sveitarfélagsins var sótt um styrki til tenginga á alls 88 heimilum. Kostnaður vegna þessara tengingar var áætlaður um 164,5 milljónir eða um 2 milljónir pr. tengingu.
Tilboð Fjarskiptasjóðs hljóðar upp á styrki upp á rúmar 70 milljónir af rúmum 110 milljónum sem Sveitarfélagið sótti um.
Nefndin leggur til að tilboði Fjarskiptasjóðs sé tekið og vísar til byggðarráðs vegna aukinna útgjalda Sveitarfélagsins vegna ljósleiðaravæðingar dreifbýlis. Nefndin harmar það að á lokametrum verkefnisins Ísland ljóstengt sé verið að þvinga stærri kostnaðarhluta verkefnisins yfir á Sveitarfélögin í landinu.