Vegamál í Skagafirði - forgangsröðun verkefni
Málsnúmer 1811085
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 147. fundur - 15.11.2018
Löngu er vitað að sumum íbúum sveitarfélagsins hefur þótt vegir og þjónusta við þá ekki vera í samræmi við notkun í ljósi aukinnar umferðar vegna ferðaþjónustu og aukinnar vinnu utan heimila í dreifbýlinu . Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að unnin verði úttekt á stöðu vega í Skagafirði m.t.t. notkunar og umferðaröryggis í samráði við Vegagerðina. Úttektin verði nýtt til forgangsröðunar vegaframkvæmda í sveitarfélaginu.