Fara í efni

Afskriftarbeiðni

Málsnúmer 1812056

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 849. fundur - 10.12.2018

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. desember 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi afskrift á óinnheimtu útsvari sem er undir viðmiðunarfjárhæð í milliríkjainnheimtu. Höfuðstólsfjárhæð 12.059 kr. Samtals afskrift 13.954 kr.
Byggðarráð samþykkir ofangreinda afskriftarbeiðni.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 852. fundur - 09.01.2019

Lagt fram erindi frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi afskrift á fyrndum þing- og sveitarsjóðsgjöldum skv. afskriftabeiðni nr. 201810181442206. Höfuðstólsfjárhæð 598.821 kr. Samtals með dráttarvöxtum og kostnaði 1.100.283 kr.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreind gjöld.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 882. fundur - 01.10.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. september 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi óinnheimtanlegar kröfur þar sem skuldarar eru fluttir úr landi.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa sveitarsjóðsgjöld að höfuðstólsfjárhæð 205.774 kr. auk dráttarvaxta.