Fara í efni

Fyrirspurn, samningur við Performa ehf

Málsnúmer 1812166

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 851. fundur - 18.12.2018

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, Byggðalista:
Á síðasta sveitarstjórnarfundi sem haldinn var 13. desember 2018 var lagður fram til samþykktar samningur um byggingarstjórn, verkefnastýringu og fleira vegna Aðalgötu 21. Hvenær er ráðgert að fyrirtækið hefji störf? Óska eftir skriflegu svari í fundargerð.
Svar byggðarráðs er eftirfarandi: Fyrirtækið Performa hóf störf við framkvæmdir við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki 21. mars 2018 í kjölfar þess að byggðarráð samþykkti þann 2. mars samning við fyrirtækið um byggingarstjórn, verkefnastýringu o.fl. vegna framkvæmdarinnar.