Marbæli 146058 - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 1901239
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 339. fundur - 31.01.2019
Ingi Björn Árnason kt 310381-3579 sækir f.h. Marbælis ehf. kt. 700402-5840, um heimild til stofna byggingarreit í landi jarðarinnar Marbælis, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7583-02, dags. 18. janúar 2019. Landnúmer jarðarinnar er 146058. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að byggja viðbyggingu við núverandi fjós. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið að fenginni umsögn minjavarðar.