Fara í efni

Hvatapeningar 2019

Málsnúmer 1901302

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 263. fundur - 20.02.2019

Lagt fram minnisblað frístundastjóra um Hvatapeninga þar sem farið var yfir stöðuna frá þeirri breytingu sem gerð var um áramótin síðustu. Lögð er áhersla á að aðilar sem bjóða upp á íþrótta- og tómstundastarfsemi nýti sér Nóra skráningarkerfið. Verið er að vinna að gerð umsóknareyðublaðs vegna barna sem eru í íþróttum og tómstundum sem ekki tengjast Nóra skráningarkerfinu. Eyðublaðið verður sett á heimasíðu sveitarfélagsins. Stefnt er á að sem flestir verði komnir inn í Nóra kerfið í haust.
Þorvaldur Gröndal og Bertína Rodriguez véku af fundi eftir þennan dagskrárlið