Tilmæli til Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá forvarnarteymi
Málsnúmer 1901312
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 263. fundur - 20.02.2019
Tekið fyrir erindi frá Forvarnarteymi Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem þess er farið á leit við Sveitarfélagið Skagafjörð að það beiti sér fyrir því að þorrablót sem haldin eru í húsnæði í eigu þess, séu aðeins ætluð einstaklingum sem orðnir eru lögráða. Nefndin tekur undir erindi Forvarnateymis Sveitarfélagsins Skagafjarðar og vísar málinu til Atvinnu-menningar og kynningarnefndar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 64. fundur - 01.04.2019
Tekið fyrir erindi frá Forvarnateymi Sveitarfélagins Skagafjarðar dagsett 29.01.2019 sem félags- og tómstundarnefnd vísaði til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á fundi sínum þann 20.02.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun:
"Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur áherslu á það í samningum sínum við leigutaka félagsheimila í Sveitarfélaginu Skagafirði að meðferð áfengis, aldursmörk á samkomum og almennt framferði gesta í viðkomandi húsi fari fram í samræmi við gildandi lög, reglur og lögreglusamþykkt. Nefndin tekur jafnframt undir tilmæli forvarnarteymis til foreldra um að foreldrar og forráðamenn taki meðvitaða ákvörðun um hvort unglingar eigi almennt heima á skemmtunum þar sem áfengi er haft um hönd. Ábyrgð foreldra og forráðamanna barna nær til 18 ára aldurs og óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára."
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun:
"Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur áherslu á það í samningum sínum við leigutaka félagsheimila í Sveitarfélaginu Skagafirði að meðferð áfengis, aldursmörk á samkomum og almennt framferði gesta í viðkomandi húsi fari fram í samræmi við gildandi lög, reglur og lögreglusamþykkt. Nefndin tekur jafnframt undir tilmæli forvarnarteymis til foreldra um að foreldrar og forráðamenn taki meðvitaða ákvörðun um hvort unglingar eigi almennt heima á skemmtunum þar sem áfengi er haft um hönd. Ábyrgð foreldra og forráðamanna barna nær til 18 ára aldurs og óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára."