Fara í efni

Málefni sundlaugarinnar á Sólgörðum

Málsnúmer 1902021

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 263. fundur - 20.02.2019

Tekið fyrir erindi stjórnar Íbúa og átthagafélags Fljóta um rekstraröryggi sundlaugarinnar á Sólgörðum. Ekki hefur verið hægt að tryggja nægilega heitt vatn til laugarinnar vegna ástands lagnakerfis.
Félags- og tómstundanefnd hvetur til þess að nauðsynlegu viðhaldi laugarinnar verði hraðað sem mest þannig að rekstraröryggi hennar verði tryggt. Frístundastjóra falið að fylgja málinu eftir.