Fara í efni

Þátttaka í fyrirlögnum

Málsnúmer 1902049

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 140. fundur - 21.03.2019

Haustið 2015 gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög í landinu með sér Þjóðarsáttmála um læsi. Markmið sáttmálans er að tryggja, að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Stjórnvöld fólu Menntamálastofnun umsjón með verkefninu og stofnunin hyggst á næstu tveimur árum halda áfram að þróa próf og skimanir. Mælitækin hafa yfirheitið Lesferill og tengjast öll læsi s.s. lesskilningi, réttritun og orðaforða. Við þróun þessara mælitækja hefur verið leitað til 39 grunnskóla og er Varmahlíðarskóli einn þeirra sem mun taka þátt í þróun þessara skimunarprófa.

Hanna Dóra Björnsdóttir og Katharina Sommermeier sátu fundinn undir liðum 5 og 6