Fara í efni

Iðutún 2 og Iðutún 21 Sauðárkróki - Umsóknir um lóðir

Málsnúmer 1902090

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 857. fundur - 13.02.2019

Fyrir fundinum liggur að úthluta lóðunum Iðutún 2 og Iðutún 21. Björn Ingi Óskarsson fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra sá um framkvæmd á útdrætti á milli umsækjanda hvorrar lóðar fyrir sig. Viðstödd voru umsækjendur og/eða fulltrúar þeirra.
Fyrst var dregið um lóðina Iðutún 21. Þrjár umsóknir bárust um lóðina. Umsækjendur eru Jóhann Helgason og Arna Ingimundardóttir, Sverrir Pétursson, Gunnar Anton Njáll Gunnarsson og Vala María Kristjánsdóttir.
Jóhann Helgason og Arna Ingimundardóttir voru dregin út sem lóðarhafar.

Þrjár umsóknir bárust um lóðina Iðutún 2. Umsækjendur eru Jóhann Helgason og Arna Ingimundardóttir, Guðmundur Helgi Loftsson og Helga Fanney Salmannsdóttir, Sverrir Pétursson. Jóhann Helgason og Arna Ingimundardóttir drógu umsókn sína til baka þannig að dregið var á milli tveggja umsækjanda.
Sverrir Pétursson var dreginn út sem lóðarhafi.

Byggðarráð samþykkir framkvæmd úthlutunar og úthlutar lóðinni Iðutún 2 til Sverris Péturssonar og lóðinni Iðutún 21 er úthlutað til Jóhanns Helgasonar og Örnu Ingimundardóttur.