Fara í efni

Samningur til styrktar útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar

Málsnúmer 1902210

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 82. fundur - 25.11.2020

Tekið til kynningar drög að samning við Sögufélag Skagfirðinga um útgáfu Byggðasögu Skagfirðinga. Vinna við Byggðasöguna hófst árið 1995 og er ritverkið alls 10 bindi. Gefin hafa verið út 9 bindi og er áætlað að síðasta bindið verði gefið út árið 2021.
Nefndin samþykkir að vinna áfram með drög að samningnum með það að markmiði að ljúka útgáfunni árið 2021. Jafnframt leggur nefndin til að formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar fari á fund stjórnar Sögufélags Skagfirðinga ásamt sveitarstjóra til að ræða samningsdrög.