Árskort í Sundlaug Sauðárkróks
Málsnúmer 1902236
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 264. fundur - 20.03.2019
Erindi hefur borist sveitarfélaginu þar sem spurt er um hvernig farið verði með árskort sem íbúar hafa keypt í sundlaugar sveitarfélagsins en hafa ekki getað nýtt sér þau á Sauðárkróki þar sem lokun laugarinnar hefur orðið talsvert lengri en gert var ráð fyrir í upphafi. Er það vilji nefndarinnar að koma til móts við handhafa árskorta og felur starfsmanni að koma með tillögur að lausn.