Fara í efni

Opið fyrir umsóknir um stofnframlög Íbúðalánasjóðs

Málsnúmer 1903052

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 860. fundur - 13.03.2019

Lagður fram tölvupóstur frá Íbúðalánasjóði, dagsettur 5. mars 2019 þar sem tilkynnt er um að sjóðurinn hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2019.
Byggðarráð samþykkir að beina því til stjórnar Skagfirskra leiguíbúða hses. að kanna hvort grundvöllur sé hjá félaginu fyrir umsókn um stofnframlög í þessari úthlutun.