Fara í efni

Umsókn um tækifærisleyfi leiksýningar í Höfðaborg

Málsnúmer 1903088

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 860. fundur - 13.03.2019

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 1903106. Óskað er umsagnar um umsókn Sigmundar Jóhannessonar f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar um tímabundið áfengisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna leiksýninga hjá Leikfélagi Hofsóss sem fyrirhugað er að halda dagana 29. mars til 20. apríl 2019 í félagsheimilinu. Áætaðar eru 9 sýningar sem hefjast kl. 20:30 og lýkur kl. 22:30.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.