Fara í efni

Erindi frá foreldraráði leikskólans Ársala

Málsnúmer 1903099

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 140. fundur - 21.03.2019

Borist hefur erindi frá foreldraráði Ársala varðandi umhverfi og aðbúnað í leikskólanum, bæði yngra og eldra stigi. Í erindinu koma fram ýmis atriði er varða öryggi á skólalóðunum. Brýnt er að huga reglulega að öllum öryggismálum leikskólanna. Fræðslunefnd leggur mikla áherslu á að þegar verði ráðist í þær úrbætur sem þörf er á svo tryggja megi betur öryggi barnanna og felur sviðsstjóra að koma erindinu í réttan farveg.
Í öðru lagi er óskað eftir því að lóð á eldra stigi leikskólans verði skipt líkt og gert hefur verið á yngra stigi. Á fjárhagsáætlun þessa árs er ekki gert ráð fyrir þessari framkvæmd, en fræðslunefnd leggur til að það verði skoðað við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Í þriðja lagi óskar foreldraráð eftir því að komið verði upp skjólbelti sunnan og vestan við leikskólalóðina og að jafnframt verði komið upp drullubúi. Leggur foreldraráð til að haldinn verði fjölskyldudagur þar sem foreldrar kæmu að gróðursetningu og fleiru. Fræðslunefnd fagnar þessu frumkvæði og felur sviðsstjóra að ræða málið í stjórnsýslunni og athuga hvort hægt sé að bregðast við þessu strax í vor/sumar.
Að lokum leggur foreldraráð til að kannaður verði möguleikinn á hvatapeningum til barna á leikskólaaldri, hvort sem það er með sama hætti og börn 6-18 ára fá, eða með öðrum hætti. Fræðslunefnd samþykkir að vísa þessari ósk foreldraráðs til félags- og tómstundanefndar sem fer með reglur um hvatapeninga. Nefndin þakkar foreldraráði fyrir erindið og væntir áfram góðs samstarfs við ráðið.