Fara í efni

Beiðni frá Útlendingastofnun - þjónustusamningur vegna umsækjenda um vernd 2019

Málsnúmer 1903121

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 861. fundur - 20.03.2019

Lagt fram bréf frá Útlendingastofnun, dagsett 13. mars 2019 varðandi forathugun á vilja sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við stofnunina vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Byggðarráð hefur áður boðist til að taka á móti kvótaflóttamönnum og búa þeim framtíð í sveitarfélaginu. Hvað varðar beiðni Útlendingastofnunar telur sveitarfélagið að það hafi ekki þá innviði eða burði til að taka á móti stórum hópi umsækjenda um vernd, til viðbótar kvótaflóttamönnum. Af því leiðir, að byggðarráð getur ekki orðið við beiðninni að svo komnu máli.