Framkvæmd frístundastætó 2018-2019 Foreldrar barna í GAV
Málsnúmer 1903165
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 264. fundur - 20.03.2019
Tekið er fyrir erindi frá foreldrum barna í GAV þar sem þeir lýsa óánægju sinni með framkvæmd frístundastrætós skólaárið 2018-2019. Nefndin fór vel yfir málið og reifaði ýmis sjónarmið og anga málsins. Einnig var farið yfir minnisblað frístundastjóra yfir málið. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að markmið frístundastrætós séu í heiðri höfð og leggur áherslu á öflugt samtal frístundaþjónustu, skóla og foreldra barna á svæðinu. Nefndin beinir því til sviðsstjóra og frístundastjóra að leitast við að laga það sem betur má fara við framkvæmdina.
Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri, vék af fundi eftir þennan lið.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 266. fundur - 22.05.2019
Erindið var tekið fyrir á fundi félags- og tómstundanefndar þann 20. mars s.l. Nefndin samþykkti að fela frístundastjóra að laga það sem betur má fara. Brugðist var við með því að auglýsa strætóinn betur, jafnt innan veggja GaV og eins með skeytum til foreldra í gegnum Fésbókarsíðu Húss frítímans. Frístundastjóri mun vinna áfram að hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi akstursins fyrir næsta vetur og leggja fyrir nefndina.