Fara í efni

Bikarkeppni HRFÍ 23 júní 2019 - Hjólreiðafélagið Drangey

Málsnúmer 1903296

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 64. fundur - 01.04.2019

Tekið fyrir erindi frá Hjólreiðafélaginu Drangey dagsett 29.03.2019 varðandi bikarkeppni HRFÍ sem haldin verður í Skagafirði 23. júní 2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og vísar málinu til umfjöllunar og afgreiðslu í byggðaráði þar sem málið snertir mörg svið sveitarfélagsins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 862. fundur - 03.04.2019

Málinu vísað frá 64. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 1. apríl 2019. Lagt fram erindi frá Hjólreiðafélaginu Drangey dagsett 29.03. 2019 varðandi bikarkeppni HRFÍ sem haldin verður í Skagafirði 23. júní 2019. Óskað er eftir að sveitarfélagið greiði götu félagsins við mótshaldið með ýmsum hætti.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að bjóða fulltrúum félagsins á næsta fund ráðsins til viðræðu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 863. fundur - 10.04.2019

Málið áður á dagskrá 862. fundar byggðarráðs. Forsvarsmenn Hjólreiðafélagsins Drangeyjar, Hallbjörn Björnsson og Pétur Ingi Björnsson, komu á fund ráðsins undir þessum dagskrárlið og kynntu áform sín um framkvæmd bikarkeppni HRFÍ í Skagafirði 23. júní 2019 og ósk um mögulega aðkomu sveitarfélagsins að mótshaldinu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindi félagsins og felur Sigfúsi Ólafi Guðmundssyni verkefnastjóra að vera félaginu innan handar með undirbúning mótshaldsins.