Fara í efni

Ósk um launað námsleyfi

Málsnúmer 1904013

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 867. fundur - 22.05.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. apríl 2019 ásamt umsókn um launað námsleyfi skólaárið 2019-2020, dagsettri 25. mars 2019, frá Ingva Hrannari Ómarssyni.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindi frá Ingva Hrannari Ómarssyni og fagnar því verðskuldaða tækifæri sem hann hefur fengið með framhaldsnámi í Stanford Graduate School of Education skólaárið 2019-2020 og þeim stuðningi sem hann hefur fengið til námsins með styrkjum frá Fulbright og Standford.
Byggðarráð hafnar þó erindinu sökum þess að Sveitarfélagið Skagafjörður, líkt og önnur sveitarfélög, hefur eingöngu veitt heimild fyrir launuðu námsleyfi sinna starfsmanna í samræmi við þann kjarasamning sem viðkomandi þiggur laun eftir og ákvarðast þannig af rétti starfsmanns samkvæmt kjarasamningi viðkomandi. Sveitarfélagið Skagafjörður greiðir þannig í sjóð sem samið er um í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands og er ætlað að stuðla að aukinni starfsþróun kennara og skólastjórnenda innan FG og KÍ. Sveitarfélagið fjármagnar verkefni sem þessi eingöngu með greiðslum til slíkra kjarasamningsbundinna sjóða. Félagsmenn þessara stéttarfélaga ættu því fyrst og fremst að beina umsóknum sínum um styrki og launuð námsleyfi þangað.
Byggðarráð óskar Ingva Hrannari velfarnaðar í náminu.
Byggðarráð telur jafnframt mikilvægt að sveitarfélagið móti sér frekari reglur vegna launaðra starfsleyfa starfsmanna sveitarfélagsins sem hafi það að leiðarljósi að koma eins og hægt er á móts við starfólk, sem sem vill nýta sér tækifæri til að mennta sig frekar og þróa hæfni sína á sviðum sem munu í framhaldinu nýtast í vinnu þeirra og verkefnum fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.