Hitaveita og ljósl.Hofsós-Ásgarður - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1904044
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 346. fundur - 16.04.2019
Indriði Þór Einarsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi fh. Skagafjarðarveitna hitaveitu kt. 681212-0350, til að leggja hitaveitulagnir frá Hofsósi að Neðri-Ási og að Ásgarðsbæjum. Lagðir verða ljósleiðarastrengir með hitaveitulögnunum að öllum lögheimilum á svæðinu. Meðfylgjandi gögn eru teikningar dagsettar 8. mars 2019, unnar af Verkfræðistofunni Stoð ehf. Teikningar dagsettar 20. febrúar 2019, unnar af Mílu ehf. Samningar við lendeigendur og minjaskráning mun liggja fyrir áður en frankvæmdir hefjast. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.