Fara í efni

Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra

Málsnúmer 1904086

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 863. fundur - 10.04.2019

Á ársþingi SSNV sem haldið var 5. apríl 2019 var samþykkt tillaga um að vísa Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra til umfjöllunar í sveitarstjórnum á starfssvæðinu. Tillagan lögð fram ásamt greinargerð. Óskað er eftir að athugasemdir berist fyrir 1. maí 2019.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 154. fundur - 15.04.2019

Lögð var fram til umsagnar samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra.
Áætlunin er unnin af 7 manna samgöngu- og innviðanefnd á vegun Samtaka Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV. Nefndin var skipuð fulltrúum frá öllum sveitarfélögum á starfssvæði samtakanna.
Í áætluninni er lögð fram tillaga að samgönguáætlun fyrir Norðurland vestra til næstu 15 ára, frá 2018 til 2033. Tillagan nær yfir vegamál, hafnamál, flugvelli, almenningssamgöngur, hitaveitur, raforkukerfi og fjarskiptamál.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að taka saman athugasemdir nefndarinnar og vísa þeim til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 864. fundur - 17.04.2019

Málið áður á dagskrá 863. fundar byggðarráðs. Á ársþingi SSNV sem haldið var 5. apríl 2019 var samþykkt tillaga um að vísa Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra til umfjöllunar í sveitarstjórnum á starfssvæðinu. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar. Umhverfis- og samgöngunefnd fól sviðstjóra að taka saman athugasemdir nefndarinnar og vísar þeim til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að vísa ábendingum umhverfis- og samgöngunefndar til SSNV.