Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

154. fundur 15. apríl 2019 kl. 10:00 - 11:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Umhverfisdagar 2019

Málsnúmer 1901192Vakta málsnúmer

Rætt var um framkvæmd umhverfisdaga 2019.
Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfisdagar verða haldnir dagana 15. til 19. maí nk.
Umhverfisnefnd hvetur íbúa, fyrirtæki og félagasamtök til þátttöku í átakinu.
Dagskrá og fyrirkomulag dagana verður nánar auglýst innan tíðar.

2.Merkingar á gámasvæðum í dreifbýli

Málsnúmer 1904125Vakta málsnúmer

Ræddar voru merkingar á gámasvæðum í dreifbýli í Sveitarfélaginu.
Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
Ákveðið að merkja gámasvæði með ítarlegri upplýsingum um flokkun og frágang sorps á gámasvæðum.

3.Samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs

Málsnúmer 1901228Vakta málsnúmer

Lagður var fram tölvupóstur frá Kiwanisklúbbnum Freyju varðandi samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs í Sauðárgili.

4.Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra

Málsnúmer 1904086Vakta málsnúmer

Lögð var fram til umsagnar samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra.
Áætlunin er unnin af 7 manna samgöngu- og innviðanefnd á vegun Samtaka Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV. Nefndin var skipuð fulltrúum frá öllum sveitarfélögum á starfssvæði samtakanna.
Í áætluninni er lögð fram tillaga að samgönguáætlun fyrir Norðurland vestra til næstu 15 ára, frá 2018 til 2033. Tillagan nær yfir vegamál, hafnamál, flugvelli, almenningssamgöngur, hitaveitur, raforkukerfi og fjarskiptamál.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að taka saman athugasemdir nefndarinnar og vísa þeim til byggðarráðs.

5.Íbúafundir um sorphirðu í dreifbýli

Málsnúmer 1904123Vakta málsnúmer

Þann 8. og 9. apríl sl. voru haldnir þrír opnir fundir á vegum umhverfis- og samgöngunefndar um málefni sorphirðu í dreifbýli. Fundirnir, sem haldnir voru í Varmahlíð, á Hofsósi og í Fljótum, voru ágætlega sóttir og sköpuðust gagnlegar umræður um málefnið. Á öllum fundum var rætt um skort á kynningu og fræðslu um flokkun og frágang á sorpi á gámasvæðum og er þegar hafin vinna við að bæta þar úr, m.a. með merkingum og endurskoðun á kynningarefni.

Fundi slitið - kl. 11:40.