Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Umhverfisdagar 2019
Málsnúmer 1901192Vakta málsnúmer
2.Merkingar á gámasvæðum í dreifbýli
Málsnúmer 1904125Vakta málsnúmer
Ræddar voru merkingar á gámasvæðum í dreifbýli í Sveitarfélaginu.
Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
Ákveðið að merkja gámasvæði með ítarlegri upplýsingum um flokkun og frágang sorps á gámasvæðum.
Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
Ákveðið að merkja gámasvæði með ítarlegri upplýsingum um flokkun og frágang sorps á gámasvæðum.
3.Samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs
Málsnúmer 1901228Vakta málsnúmer
Lagður var fram tölvupóstur frá Kiwanisklúbbnum Freyju varðandi samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs í Sauðárgili.
4.Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra
Málsnúmer 1904086Vakta málsnúmer
Lögð var fram til umsagnar samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra.
Áætlunin er unnin af 7 manna samgöngu- og innviðanefnd á vegun Samtaka Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV. Nefndin var skipuð fulltrúum frá öllum sveitarfélögum á starfssvæði samtakanna.
Í áætluninni er lögð fram tillaga að samgönguáætlun fyrir Norðurland vestra til næstu 15 ára, frá 2018 til 2033. Tillagan nær yfir vegamál, hafnamál, flugvelli, almenningssamgöngur, hitaveitur, raforkukerfi og fjarskiptamál.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að taka saman athugasemdir nefndarinnar og vísa þeim til byggðarráðs.
Áætlunin er unnin af 7 manna samgöngu- og innviðanefnd á vegun Samtaka Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV. Nefndin var skipuð fulltrúum frá öllum sveitarfélögum á starfssvæði samtakanna.
Í áætluninni er lögð fram tillaga að samgönguáætlun fyrir Norðurland vestra til næstu 15 ára, frá 2018 til 2033. Tillagan nær yfir vegamál, hafnamál, flugvelli, almenningssamgöngur, hitaveitur, raforkukerfi og fjarskiptamál.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að taka saman athugasemdir nefndarinnar og vísa þeim til byggðarráðs.
5.Íbúafundir um sorphirðu í dreifbýli
Málsnúmer 1904123Vakta málsnúmer
Þann 8. og 9. apríl sl. voru haldnir þrír opnir fundir á vegum umhverfis- og samgöngunefndar um málefni sorphirðu í dreifbýli. Fundirnir, sem haldnir voru í Varmahlíð, á Hofsósi og í Fljótum, voru ágætlega sóttir og sköpuðust gagnlegar umræður um málefnið. Á öllum fundum var rætt um skort á kynningu og fræðslu um flokkun og frágang á sorpi á gámasvæðum og er þegar hafin vinna við að bæta þar úr, m.a. með merkingum og endurskoðun á kynningarefni.
Fundi slitið - kl. 11:40.
Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfisdagar verða haldnir dagana 15. til 19. maí nk.
Umhverfisnefnd hvetur íbúa, fyrirtæki og félagasamtök til þátttöku í átakinu.
Dagskrá og fyrirkomulag dagana verður nánar auglýst innan tíðar.