Fara í efni

Íbúafundir um sorphirðu í dreifbýli

Málsnúmer 1904123

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 154. fundur - 15.04.2019

Þann 8. og 9. apríl sl. voru haldnir þrír opnir fundir á vegum umhverfis- og samgöngunefndar um málefni sorphirðu í dreifbýli. Fundirnir, sem haldnir voru í Varmahlíð, á Hofsósi og í Fljótum, voru ágætlega sóttir og sköpuðust gagnlegar umræður um málefnið. Á öllum fundum var rætt um skort á kynningu og fræðslu um flokkun og frágang á sorpi á gámasvæðum og er þegar hafin vinna við að bæta þar úr, m.a. með merkingum og endurskoðun á kynningarefni.