Fara í efni

Fyrirhugaðar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara og dreifikerfis hitaveitu um dreifbýli í Skagafirði

Málsnúmer 1904150

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 864. fundur - 17.04.2019

Lagt fram bréf dagsett 9. apríl 2019 frá Kaupfélagi Skagfirðinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir sveitarfélagsins við lagningu ljósleiðara og dreifikerfis hitaveitu um dreifbýli í Skagafirði. Óskað er eftir formlegum viðræðum um hvernig aðkoma Kaupfélags Skagfirðinga gæti orðið til að hraða ofangreindum framkvæmdum.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að boða forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga á fund ráðsins auk formanns veitunefndar og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 865. fundur - 30.04.2019

Málið áður á dagskrá 864. fundar byggðarráðs þann 17. apríl 2019. Lagt fram bréf dagsett 9. apríl 2019 frá Kaupfélagi Skagfirðinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir sveitarfélagsins við lagningu ljósleiðara og dreifikerfis hitaveitu um dreifbýli í Skagafirði. Fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga, Þórólfur Gíslason og Herdís Á Sæmundardóttir, ásamt Haraldi Jóhannssyni formanni veitunefndar og Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, komu til fundarins undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð þakkar fyrir erindi Kaupfélags Skagfirðinga og tekur jákvætt í það. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samvinnu við byggðarráð og veitu- og framkvæmdasvið.