Fara í efni

Umsagnarbeiðni samráðsgátt Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga

Málsnúmer 1905003

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 866. fundur - 15.05.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2019 samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga sem hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 867. fundur - 22.05.2019

Afgreiðslu málsins frestað á 866. fundi byggðarráðs þann 15. maí 2019.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2019 samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga sem hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni Grænbók - stefnumótun í málefnum sveitarstjórnarstigsins. Byggðarráð tekur undir leiðarljós stefnumótunarinnar þar sem fram kemur m.a. mikilvægi sjálfsstjórnar sveitarfélaganna, áhersla á gagnkvæma virðingu í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, mikilvægi aukinnar virkni og lýðræðislegrar þátttöku íbúa, áhersla á sveitarfélögin sem öflugar og sjálfbærar stjórnsýslueiningar, mikilvægi nýsköpunar og að sveitarfélögin séu í stakk búin til að takast á við samfélagsbreytingar og byggðaþróun. Byggðarráð er enn fremur sammála áherslum Grænbókarinnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins og að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stuðli að framþróun og umbótum í skipulagi og rekstri sveitarstjórnarstigsins þannig að sveitarfélög geti þróast í þá átt að stærð, umfangi og íbúafjölda að þau geti sjálf og á eigin fótum staðið undir þeim verkefnum sem þeim er ætlað að sinna.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir að lokum yfir mikilli ánægju með markmið starfshópsins sem unnið hefur að stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga um að sveitarfélög á Íslandi eigi að geta verið öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, að tryggja eigi sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa landsins að þjónustu og að verkaskipting og ábyrgð sveitarfélaga eigi að vera skýr og sjálfsstjórn þeirra virt.