Fara í efni

Upplýsingar vegna laga um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög

Málsnúmer 1905036

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 866. fundur - 15.05.2019

Lagt fram til kynningar bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dagsett 3. maí 2019, varðandi lög um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög. Þann 31. maí 2019 taka gildi viðmiðunarfjárhæðir skv. 1. mgr. 23. gr. Við það breytast viðmiðunarfjárhæðir sveitarfélaga vegna útboðsskyldu innanlands og verða þær sömu og gilda um stofnanir ríkisins. Útboðsskylda á innanlands verður eftir breytinguna 15,5 m.kr. fyrir vöru- og þjónustusamninga og 49 m.kr. fyrir verkframkvæmdir. Útboðsskylda á EES-svæðinu verður eftir sem áður 28.752.100 kr. fyrir vöru- og þjónustusamninga og 721.794.800 kr. vegna verkframkvæmda.