Fara í efni

Samgönguáætlun 2020-2024 bréf til hafna og sveitasjóða

Málsnúmer 1905069

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 866. fundur - 15.05.2019

Lagt fram bréf dagsett 6. maí 2019 frá Vegagerðinni varðandi fimm ára samgönguáætlun 2020-2024. Minnt er á að umsóknir um ríkisframlög til hafnargerðarverkefna og sjóvarna þurfa að berast fyrir 31. maí 2019.
Byggðarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 156. fundur - 28.05.2019

Lagt var fyrir bréf frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir umsóknum um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir vegna samgönguáætlunar 2020 til 2024.
Einnig voru lögð fyrir fundinn drög að umsókn vegna verkefna sem brýnt er að ráðast í að mati Skagafjarðarhafna.
Þessi verkefni eru;
Endurbygging/viðgerð á norðurgarði á Hofsósi. Samkvæmt núgildandi samgönguáætlun er verkið á áætlun árin 2020 og 2021.
Kaup á dráttarbát fyrir Sauðárkrókshöfn.
Hönnun á nýrri ytri höfn á Sauðárkróki.
Flotbryggja í smábátahöfn á Sauðárkróki fyrir móttöku léttabáta frá skemmtiferðaskipum.
Endurnýjun stálþilja í Sauðárkrókshöfn. Samkvæmt núgildandi samgönguáætlun er verkið á áætlun árin 2021 til 2023.
Lenging sandfangara við Sauðárkrókshöfn.
Afleggja litlu grjótgarðana við innsiglingu á Sauðárkróki.

Nefndin samþykkir umsóknina og felur sviðstjóra og hafnastjóra að ganga frá umsókn til Vegagerðarinnar.