Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

156. fundur 28. maí 2019 kl. 10:00 - 11:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Dagur Þór Baldvinsson, hafnastjóri, sat 1. og 2. lið fundar.

1.Samgönguáætlun 2020-2024 bréf til hafna og sveitasjóða

Málsnúmer 1905069Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir bréf frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir umsóknum um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir vegna samgönguáætlunar 2020 til 2024.
Einnig voru lögð fyrir fundinn drög að umsókn vegna verkefna sem brýnt er að ráðast í að mati Skagafjarðarhafna.
Þessi verkefni eru;
Endurbygging/viðgerð á norðurgarði á Hofsósi. Samkvæmt núgildandi samgönguáætlun er verkið á áætlun árin 2020 og 2021.
Kaup á dráttarbát fyrir Sauðárkrókshöfn.
Hönnun á nýrri ytri höfn á Sauðárkróki.
Flotbryggja í smábátahöfn á Sauðárkróki fyrir móttöku léttabáta frá skemmtiferðaskipum.
Endurnýjun stálþilja í Sauðárkrókshöfn. Samkvæmt núgildandi samgönguáætlun er verkið á áætlun árin 2021 til 2023.
Lenging sandfangara við Sauðárkrókshöfn.
Afleggja litlu grjótgarðana við innsiglingu á Sauðárkróki.

Nefndin samþykkir umsóknina og felur sviðstjóra og hafnastjóra að ganga frá umsókn til Vegagerðarinnar.

2.Fundagerðir Hafnasamband Ísl. 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir hafnasambands Íslands.

3.Umhverfisdagar 2019

Málsnúmer 1901192Vakta málsnúmer

Rætt var um framkvæmd umhverfisdaga sem haldnir voru 15. til 19. maí sl.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur að vel hafi tekist til og fagnar þátttöku íbúa og fyrirtækja sveitarfélagsins í átakinu.
Nefndin leggur áherslu á áframhaldandi vinnu við fegrun umhverfisins.

4.Nýr áfangi við endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði

Málsnúmer 1901051Vakta málsnúmer

Þann 20 maí sl. hittu formaður nefndarinnar og sveitarstjóri Stein Kárason og Stefán Guðjónsson í Brimnesskógi. Farið var yfir stöðu verkefnisins og hugmyndir Brimnesskóga um áframhaldandi uppbyggingu svæðisins.
Nefndin þakkar fyrir skoðunarferð um svæðið og felur sviðstjóra að fylgja málinu eftir.

5.Snjómokstur - útboð 2019

Málsnúmer 1903295Vakta málsnúmer

Farið var yfir útboðslýsingu vegna snjómoksturs.
Sviðstjóra falið að auglýsa útboð á grundvelli fyrirliggjandi útboðslýsingar.

Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Steinar Skarphéðinsson véku af fundi undir þessum lið.

6.Erindi vegna hraðahindrunar við sundlaugina á Hofsósi

Málsnúmer 1905209Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni.
Í erindinu er m.a. óskað eftir því að sveitarfélagið athugi möguleika á því að koma upp hraðahindrun við sundlaugina á Hofsósi.
Í svari frá Vegagerðinni við fyrirspurn frá Sveitarfélaginu kemur fram að Vegagerðin ráðstafi fjármunum til umferðaröryggisaðgerða í upphafi hvers árs að undangenginni skoðun á svartblettagreiningum og umferðaröryggisúttektum. Einnig er að það tekið fram í svarinu að fordæmi séu fyrir því að sveitarfélögum sé veitt heimild til að setja upp tímabundnar hraðahindranir á eigin kostnað.
Nefndin tekur undir áhyggjur íbúa og felur sviðstjóra að skoða nánari útfærslu á hraðahindrun við sundlaugina á Hofsósi.

Fundi slitið - kl. 11:30.