Mikill áhugi hefur verið á undanförnum árum á innleiðingu Þjónandi leiðsagnar í velferðarþjónustu sveitarfélaga á Íslandi. Þjónandi leiðsögn byggir á grunnhugmyndum um gagnkvæm tengsl, að við séum öll háð hvert öðru á einn eða annan hátt. Megin áhersla er að ná fram gagnkvæmu breytingarferli sem leiðir til félagsskapar og þátttöku í samfélaginu. Á fundinum voru kynntar grunnstoðir hugmyndarfræðinnar sem eru fjórar: - Að upplifa öryggi - Að upplifa umhyggju og kærleika - Að veita umhyggju og kærleika - Að vera þátttakandi Frá hausti 2018 hefur félagsþjónustan hafið undirbúning að innleiðingu Þjónandi leiðsagnar í starfi með fötluð fólki og þjónustu við aldraða. Haldin hafa verið námskeið fyrir alla starfsmenn og hafa tveir starfsmenn frá hverri starfsstöð útskrifast sem mentorar sem munu fylgja eftir áherslum á sinni starfsstöð. Áhugi félagsmálastjóra og starfsmanna er á að innleiða Þjónandi leiðsögn í þjónustu við fatlað fólk og aldraða hjá Fjölskyldusviði. Félags- og tómstundanefnd samþykkir og fagnar um leið innleiðingu á hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn í starfi á þjónustu við fatlað fólk og aldraða hjá Fjölskyldusviði.
-
Að upplifa öryggi
-
Að upplifa umhyggju og kærleika
-
Að veita umhyggju og kærleika
-
Að vera þátttakandi
Frá hausti 2018 hefur félagsþjónustan hafið undirbúning að innleiðingu Þjónandi leiðsagnar í starfi með fötluð fólki og þjónustu við aldraða. Haldin hafa verið námskeið fyrir alla starfsmenn og hafa tveir starfsmenn frá hverri starfsstöð útskrifast sem mentorar sem munu fylgja eftir áherslum á sinni starfsstöð.
Áhugi félagsmálastjóra og starfsmanna er á að innleiða Þjónandi leiðsögn í þjónustu við fatlað fólk og aldraða hjá Fjölskyldusviði.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir og fagnar um leið innleiðingu á hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn í starfi á þjónustu við fatlað fólk og aldraða hjá Fjölskyldusviði.