Lagt var fyrir fundinn erindi frá íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni. Í erindinu er m.a. óskað eftir því að sveitarfélagið athugi möguleika á því að koma upp hraðahindrun við sundlaugina á Hofsósi. Í svari frá Vegagerðinni við fyrirspurn frá Sveitarfélaginu kemur fram að Vegagerðin ráðstafi fjármunum til umferðaröryggisaðgerða í upphafi hvers árs að undangenginni skoðun á svartblettagreiningum og umferðaröryggisúttektum. Einnig er að það tekið fram í svarinu að fordæmi séu fyrir því að sveitarfélögum sé veitt heimild til að setja upp tímabundnar hraðahindranir á eigin kostnað. Nefndin tekur undir áhyggjur íbúa og felur sviðstjóra að skoða nánari útfærslu á hraðahindrun við sundlaugina á Hofsósi.
Í erindinu er m.a. óskað eftir því að sveitarfélagið athugi möguleika á því að koma upp hraðahindrun við sundlaugina á Hofsósi.
Í svari frá Vegagerðinni við fyrirspurn frá Sveitarfélaginu kemur fram að Vegagerðin ráðstafi fjármunum til umferðaröryggisaðgerða í upphafi hvers árs að undangenginni skoðun á svartblettagreiningum og umferðaröryggisúttektum. Einnig er að það tekið fram í svarinu að fordæmi séu fyrir því að sveitarfélögum sé veitt heimild til að setja upp tímabundnar hraðahindranir á eigin kostnað.
Nefndin tekur undir áhyggjur íbúa og felur sviðstjóra að skoða nánari útfærslu á hraðahindrun við sundlaugina á Hofsósi.