Fara í efni

Flugklasinn Air 66N þátttaka í verkefninu

Málsnúmer 1905259

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 869. fundur - 05.06.2019

Lagt fram bréf dagsett 31. maí 2019 frá Markaðsstofu Norðurlands. Óskað er eftir áframhaldandi stuðningi sveitarfélagsins við verkefnið "Flugklasinn Air 66N" árin 2020-2023. Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar.
Byggðarráð samþykkir að styðja áfram við verkefnið og styrkir það um 300 kr. pr. íbúa árið 2020 og felur sveitarstjóra að óska eftir því að forsvarsmenn flugklasans komi á fund byggðarráðs til viðræðu um verkefnið.