Fara í efni

Beiðni um afnot af landi til gróðursetningar

Málsnúmer 1906164

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 871. fundur - 19.06.2019

Lagt fram bréf dagsett 13. júní 2019 frá Björgvini M. Guðmundssyni þar sem hann óskar eftir því að fá að koma á fund byggðarráðs til að fylgja eftir umsókn sinni um að fá land norðan Hofsár til gróðursetningar. "Svæðið sem um er að ræða er frá veg sem að liggur norður fyrir Hofsána vestan megin, þar fyrir ofan hvamminn að þjóðvegi sem og upp að Norðurlandsvegi að austan."
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar og í framhaldinu að boða Björgvin á fund ráðsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 157. fundur - 25.06.2019

Lagt var fram til kynningar erindi frá Björgvin M. Guðmundssyni vegna gróðursetningar í landi Hofsóss norðan Hofsár. Í erindinu óskar Björgvin eftir því að fá að gróðursetja tré og annan gróður á landspildu í landi Hofsóss norðan Hofsár. Björgvin mun mæta á fund byggðarráðs og gera frekari grein fyrir erindinu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mun fylgjast með framgangi málsins.