Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

157. fundur 25. júní 2019 kl. 13:00 - 14:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Jóhanna Ey Harðardóttir sat fundinn fyrir hönd Byggðalistans.

1.Beiðni um afnot af landi til gróðursetningar

Málsnúmer 1906164Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Björgvin M. Guðmundssyni vegna gróðursetningar í landi Hofsóss norðan Hofsár. Í erindinu óskar Björgvin eftir því að fá að gróðursetja tré og annan gróður á landspildu í landi Hofsóss norðan Hofsár. Björgvin mun mæta á fund byggðarráðs og gera frekari grein fyrir erindinu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mun fylgjast með framgangi málsins.

2.Sorphirðumál í Hjaltadal

Málsnúmer 1906102Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Bylgju Finnsdóttur varðandi sorphirðumál í Hjaltadal. Í erdindinu er óskað eftir því að Sveitarfélagið komi tímabundið upp gámum fyrir timbur og járn í Hjaltadal.

Nefndin fagnar vitundarvakningu í umhverfismálum en getur ekki orðið við óskum um gáma í Hjaltadal að þessu sinni. Nefndin bendir á þær gámastöðvar sem til staðar eru, en flokkunargámar eru á fimm stöðum í Sveitarfélaginu. Við stærri framkvæmdir er bent á þjónustuaðila í sorphirðu í Sveitarfélaginu.

3.Sauðárgil - hönnun og skipulag

Málsnúmer 1803212Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu hönnunar á útivistarsvæði í Sauðárgili.
Kiwaniskklúbburinn Freyja hefur óskað eftir að fá að gefa leiktæki á svæðið.
Farið var yfir tillögur að leiktækjum í samráði við landslagsarkitekt af svæðinu.
Nefndin felur sviðsstjóra að velja leiktæki í samráði við Kiwanisklúbbinn Freyju og garðyrkjustjóra.

4.Umhverfisstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2040

Málsnúmer 1906041Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn bókun byggðarráðs vegna umhverfisstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 til 2040. Í bókuninni var sveitarstjóra ásamt umhverfis- og samgöngunefnd falið að vinna umhverfisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð fyrir árin 2020 - 2040.
Nefndin hlakkar til vinnunar við áætlunina og mun óska eftir fundi með sveitarstjóra til að ræða tilhögun vinnunar sem framundan er.

5.Umferðaröryggi á Strandvegi

Málsnúmer 1905241Vakta málsnúmer

Lagður var fyrir tölvupóstur til Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggis á Strandvegi á Sauðárkróki. Í tölvupóstinum er óskað eftir aðkomu Vegagerðarinnar vegna öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda við Strandveginn á Sauðárkróki á svæðinu við smábátahöfn. Á hafnarsvæðinu er mikil starfsemi og því töluverð umferð gangandi og hjólandi vegfarenda yfir veginn. Með væntanlegum komum skemmtiferðaskipa er ljóst að þessi umferð mun aukast enn frekar á næstu árum.
Nefndin telur brýnt að gera úrbætur á umferðaröryggismálum á Strandvegi og óskar eftir umferðaröryggisúttekt og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga um úttektina.

6.Staðsetning ærslabelgs á Sauðárkróki

Málsnúmer 1906197Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því að upp séu áform um söfnun fyrir ærslabelg á Sauðárkróki.
Nefndin er sammála um að staðsetja ærslabelginn sunnan sundlaugina á Sauðárkróki og felur sviðstjóra að vera í samskiptum við forsvarsaðila söfnunarinnar.

Fundi slitið - kl. 14:35.