Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 267

Málsnúmer 1907007F

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 875. fundur - 31.07.2019

Fundargerð 267. fundar félags- og tómstundarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 875. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 267 Málið áður á dagskrá félags- og tómstundanefndar þann 29. apríl s.l. Þá var tekin til afgreiðslu tillaga foreldrafélags Ársala þar sem óskað var eftir því að nemendur yngri en 6 ára nytu einnig hvatapeninga. Nefndin bókaði þá að hún myndi gefa sér tíma til að skoða málið frekar. Unnið hefur verið að gagnaöflun og útreikningi kostnaðar.
    Fulltrúar VG og Óháðra ásamt Byggðalista óska eftirfarandi bókað. ,, Mikið fagnaðarefni er að í Sveitarfélaginu Skagafirði er boðið upp á fjölbreytt íþrótta og tómstundastarf fyrir börn á leikskólaaldri og því mikilvægt að jöfnuður gildi í úthlutun hvatapeninga. Þeir leggja til að núverandi reglur um aldursmörk verði endurskoðaðar og lýsa vilja sínum til þess að öll börn á aldrinum 0-18 ára njóti hvatapeninga.“
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýsa einnig yfir vilja sínum til að endurskoða aldursmörk og vinna áfram með þróun hvatakerfisins með það að markmiði að breikka þann aldurshóp sem ættu rétt á hvatapeningum.
    Nefndin samþykkir að skoðaðar verði mismunandi sviðsmyndir með tilliti til samhengis aldurs og hvatapeninga. Stefnt er að því að leggja fram minnisblað þar að lútandi á næsta fundi.
    Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar voru hvatapeningar til barna 6-18 ára hækkaðir úr 8.000 upp í 25.000 krónur. Samhliða var tekið í notkun nýtt skráningarkerfi fyrir íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu sem enn er verið að aðlaga að þörfum notenda. Ljóst þykir einnig að endurskoða þarf reglur um rétt til hvatapeninga, þar sem m.a. er skilgreint betur hvaða kröfur eru gerðar til leiðbeinenda í íþrótta- og tómstundastarfi, lengd námskeiða o.fl. sem forsendu réttar til hvatapeninga.
    Nefndin samþykkir að vinna málið áfram með það að markmiði að leggja fram heildstæða tillögu um nýjar reglur og áætlaða fjármögnun þeirra við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 267. fundar félags- og tómstundarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 267 Lögð fram drög að Menntastefnu Skagafjarðar sem vísað var til nefndarinnar til umsagnar frá fræðslunefnd þann 1. júlí s.l. Óskað er eftir því að fulltrúar félags- og tómstundanefndar kynni sér drögin og komi með athugasemdir og ábendingar. Bókun fundar Afgreiðsla 267. fundar félags- og tómstundarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.