Tekið fyrir bréf dags. 10. júlí 2019 frá svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Norðurlandi þar sem meðfylgjandi eru drög að samningi um skil á Hofsósbraut (77) frá Vegagerðinni til Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð þakkar erindið en óskar jafnframt eftir umræddri matsgerð frá Vegagerðinni um ástand vegarins, m.a. með tilliti til þarfar á klæðningu með bundnu slitlagi eða malbikun, ástandi kantsteina, gangbrauta, ljósastaura o.fl. þátta sem tilheyra veginum. Slíkt mat þarf að liggja fyrir til að unnt sé að ljúka samningum um skil vegarins. Byggðarráð felur jafnframt framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar að leggja sjálfstætt mat á ástandi umrædds vegspotta og viðhaldsþörf hans.
Byggðarráð þakkar erindið en óskar jafnframt eftir umræddri matsgerð frá Vegagerðinni um ástand vegarins, m.a. með tilliti til þarfar á klæðningu með bundnu slitlagi eða malbikun, ástandi kantsteina, gangbrauta, ljósastaura o.fl. þátta sem tilheyra veginum. Slíkt mat þarf að liggja fyrir til að unnt sé að ljúka samningum um skil vegarins.
Byggðarráð felur jafnframt framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar að leggja sjálfstætt mat á ástandi umrædds vegspotta og viðhaldsþörf hans.