Tekin fyrir fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa og svör sem veitt hafa verið við henni. Svörin eru birt á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar undir stjórnsýsla - ýmsar skýrslur. Álfhildur Leifsdóttir (VG og óháðum) óskar bókað: Það er mikilvægt að upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að svona stórum og fjárfrekum verkefnum liggi fyrir á hverjum tíma. Eftir á þó að gera upp verkið í heild sinni þegar því er lokið en ljóst er að verkið hefur verið vanáætlað frá upphafi og verið sveitarfélaginu mjög kostnaðarsamt, með þeim afleiðingum að önnur nauðsynleg verk sem hafa beðið framkvæmda á sama tíma. Ólafur Bjarni Haraldsson (Byggðalistanum) óskar bókað: Framkvæmdirnar við endurbætur húsanna hafa farið allt of langt fram úr þeim áætlunum sem farið var af stað með í upphafi. Menn hljóta að spyrja sig að því hvort réttar ákvarðanir hafi verið teknar í upphafi og hvað lá þeim ákvörðunum til grundvallar. Fulltrúar meirihlutans óska bókað: Byggingar við Aðalgötu 21a og 21b á Sauðárkróki eru með eldri húsum í Sveitarfélaginu Skagafirði. Annars vegar er um að ræða Gránu sem byggð var árið 1887 og hins vegar gömlu mjólkurstöðina sem byggð var árið 1935. Byggingarnar eiga sér merka sögu í atvinnulífi héraðsins. Fyrir lá að meðan byggingarnar voru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga hafði verið veitt heimild til niðurrifs á hluta þeirra. M.a. af þeirri ástæðu og vegna þess að viðhaldi þeirra hafði ekki verið sinnt þannig að þær voru orðnar lýti á ásýnd gamla bæjarins á Sauðárkróki, var ákveðið að fara í makaskipti á fasteignum við Kaupfélag Skagfirðinga, þannig að Sveitarfélagið Skagafjörður eignaðist umrædd hús. Fullkomin samstaða var um þetta í tíð fyrri sveitarstjórnar á þeim forsendum sem þá voru til staðar og einnig um það að ráðast í endurbætur á húsunum. Nú hyllir undir verklok á endurbótum húsanna. Verkið hefur farið fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun enda endurbæturnar m.a. náð til stærri hluta hússins en ráðgert hafði verið í upphafi. Eftir standa glæsilegar byggingar í eigu sveitarfélagsins, sem eru því og héraðinu til sóma í stað vansa og aðgengilegar öllum. Fyrir liggur að minnihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar er andvígur aðkomu sveitarfélagsins að þeirri starfsemi sem er í húsunum við Aðalgötu 21a og 21b. Um það þarf ekki að deila. Meirihluti sveitarstjórnar telur hins vegar að það hafi verið farsælt skref að ráðast í endurbætur og lagfæringu húsanna og að stuðla að því að þar byggðist upp lifandi starfsemi sem vekti áhuga og eftirtekt og laði að gesti sem ferðist víða um Skagafjörð til að skoða allt það fjölmarga sem héraðið hefur upp á að bjóða. Ekki er það síður jákvætt að aðsókn að Sýndarveruleikasýningunni 1238 hefur verið í samræmi við væntingar rekstraraðila þá ríflega tvo mánuði sem hún hefur verið í gangi og að 12 manns eru nú þegar á launaskrá hjá þeim, svo sem lesa mátti nýlega um í héraðsfréttablaðinu Feyki.
Álfhildur Leifsdóttir (VG og óháðum) óskar bókað:
Það er mikilvægt að upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að svona stórum og fjárfrekum verkefnum liggi fyrir á hverjum tíma.
Eftir á þó að gera upp verkið í heild sinni þegar því er lokið en ljóst er að verkið hefur verið vanáætlað frá upphafi og verið sveitarfélaginu mjög kostnaðarsamt, með þeim afleiðingum að önnur nauðsynleg verk sem hafa beðið framkvæmda á sama tíma.
Ólafur Bjarni Haraldsson (Byggðalistanum) óskar bókað:
Framkvæmdirnar við endurbætur húsanna hafa farið allt of langt fram úr þeim áætlunum sem farið var af stað með í upphafi. Menn hljóta að spyrja sig að því hvort réttar ákvarðanir hafi verið teknar í upphafi og hvað lá þeim ákvörðunum til grundvallar.
Fulltrúar meirihlutans óska bókað:
Byggingar við Aðalgötu 21a og 21b á Sauðárkróki eru með eldri húsum í Sveitarfélaginu Skagafirði. Annars vegar er um að ræða Gránu sem byggð var árið 1887 og hins vegar gömlu mjólkurstöðina sem byggð var árið 1935. Byggingarnar eiga sér merka sögu í atvinnulífi héraðsins.
Fyrir lá að meðan byggingarnar voru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga hafði verið veitt heimild til niðurrifs á hluta þeirra. M.a. af þeirri ástæðu og vegna þess að viðhaldi þeirra hafði ekki verið sinnt þannig að þær voru orðnar lýti á ásýnd gamla bæjarins á Sauðárkróki, var ákveðið að fara í makaskipti á fasteignum við Kaupfélag Skagfirðinga, þannig að Sveitarfélagið Skagafjörður eignaðist umrædd hús. Fullkomin samstaða var um þetta í tíð fyrri sveitarstjórnar á þeim forsendum sem þá voru til staðar og einnig um það að ráðast í endurbætur á húsunum.
Nú hyllir undir verklok á endurbótum húsanna. Verkið hefur farið fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun enda endurbæturnar m.a. náð til stærri hluta hússins en ráðgert hafði verið í upphafi. Eftir standa glæsilegar byggingar í eigu sveitarfélagsins, sem eru því og héraðinu til sóma í stað vansa og aðgengilegar öllum.
Fyrir liggur að minnihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar er andvígur aðkomu sveitarfélagsins að þeirri starfsemi sem er í húsunum við Aðalgötu 21a og 21b. Um það þarf ekki að deila. Meirihluti sveitarstjórnar telur hins vegar að það hafi verið farsælt skref að ráðast í endurbætur og lagfæringu húsanna og að stuðla að því að þar byggðist upp lifandi starfsemi sem vekti áhuga og eftirtekt og laði að gesti sem ferðist víða um Skagafjörð til að skoða allt það fjölmarga sem héraðið hefur upp á að bjóða. Ekki er það síður jákvætt að aðsókn að Sýndarveruleikasýningunni 1238 hefur verið í samræmi við væntingar rekstraraðila þá ríflega tvo mánuði sem hún hefur verið í gangi og að 12 manns eru nú þegar á launaskrá hjá þeim, svo sem lesa mátti nýlega um í héraðsfréttablaðinu Feyki.