Fara í efni

Nytjar Drangeyjar á Skagafirði

Málsnúmer 1908058

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 876. fundur - 21.08.2019

Lagt fram bréf dagsett 14. ágúst 2019 frá Drangeyjarfélaginu, þar sem óskað er eftir því að félagið fái heimild til að nytja Drangey á komandi árum. Félagið mun kappkosta að viðhalda veiðiaðferðum, veiðistöðum og ganga um eyna í fullri sátt við náttúruna eins og gert hefur verið undanfarna áratugi.
Byggðarráð samþykkir að heimila Drangeyjarfélaginu að nytja Drangey til þriggja ára að því tilskyldu að félagið sendi sveitarfélaginu fundargerðir aðalfunda og ársreikninga á tímabilinu, auk þess að almennt og eðlilegt aðgengi í eyjuna verði tryggt á samningstímanum.