Fara í efni

Áskorun vegna hamfarahlýnunar, Samtök grænkera á Íslandi

Málsnúmer 1908099

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 877. fundur - 28.08.2019

Lögð fram til kynningar áskorun dagsett 20. ágúst 2019, til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands frá Samtökum grænkera á Íslandi.
Byggðarráð leggur áherslu á að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.