Fara í efni

Verðandi - miðstöð endurnýtingar

Málsnúmer 1908136

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 159. fundur - 28.08.2019

lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Sólveigu Pétursdóttur og Þuríði Helgu Jónasdóttur stofnendum verkefnisins "Verðandi - Miðstöð endurnýtingar" sem unnið var samhliða átakinu Ræsing Skagafjarðar.
Í tölvupóstinum er þess farið á leit að viðskiptaáætlun verkefnisins verði kynnt fyrir nefndinni jafnframt að kannaður sé möguleiki á húsnæði á vegum Sveitarfélagsins sem hentað gæti starfseminni.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 162. fundur - 08.11.2019

Lagt var fyrir fundinn minnisblað vegna skoðunar á gamla vigtarhúsinu á Hofsósi.
Hafnarstjóri ásamt sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs hittu forsvarsmenn verkefnisins Verðandi, Sólveigu Pétursdóttur og Þuríði Helgu Jónsdóttur, þann 25. október sl. þar sem vigtarhúsið var skoðað með það í huga hvort það myndi nýtast verkefninu. Forsvarsmönnum leist vel á húsnæðið og óskuðu eftir að fá að nýta það í verkefnið.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leyti nýtingu á húsinu og felur sviðsstjóra að vinna drög að samningi við Verðandi.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 163. fundur - 27.11.2019

Lögð voru fram til samþykktar drög af leigusamningi á milli Sveitarfélagsins og Verðandi - miðstöð endurnýtingar um afnot Verðandi af gamla vigtarhúsinu á Hofsósi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drög af leigusamningi og felur sviðstjóra og hafnarstjóra að ganga frá samningnum.