Fara í efni

Malarnám á Gránumóum

Málsnúmer 1908138

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 159. fundur - 28.08.2019

Undanfarin ár hefur verið tekið gífurlegt magn af efni í námu á Gránumóum við Sauðárkrók. Náman er í eigu Sveitarfélagsins og ekki hefur verið tekið gjald fyrir efni sem þaðan er tekið.
Mjög algent er að Sveitarfélög rukki hóflegt gjald fyrir efnistöku í landi í eigu þess.
Nefndin felur sviðstjóra að kanna hvernig gjaldtöku er háttað hjá öðrum sveitarfélögum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 160. fundur - 02.10.2019

Rætt var um gerð gjaldskrár vegna efnistöku á Gránumóum við Sauðárkrók.
Nefndin felur sviðstjóra að gera tillögu að gjaldskrá vegna efnistöku í malarnámum.
Nefndin felur sviðstjóra að fara yfir svæðið á Gránumóum og fjarlægja rusl og annan úrgang sem ekki á heima á svæðinu, nefndin hvetur notendur svæðisins á Gránumóum að ganga snyrtilega um svæðið.