Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

160. fundur 02. október 2019 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fundagerðir Siglingarráðs Hafnasambands

Málsnúmer 1904154Vakta málsnúmer

Fundargerðir Siglingaráðs lagðar fram til kynningar.

2.Fundagerðir Hafnasamband Ísl. 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá Hafnasambandi Íslands ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnendur farþegaskipa sem koma til Íslands.

3.Löndunaraðstaða smábáta í Sauðárkrókshöfn

Málsnúmer 1908191Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá smábátafélaginu Drangey varðandi löndunaraðstöðu fyrir smábáta í Sauðárkrókshöfn.
Í erindinu segir m.a.:
"Tilefni bréfsins er slæm löndunaraðstaða smábáta í Sauðárkrókshöfn, sem einkum tengist viðlegu togarans Drangeyjar þegar hún er í höfn. Að sumarlagi landa dag hvern að staðaldri um 10 smábátar á Sauðárkróki og þegar Drangey er í höfn er oft ekki hægt að koma fyrir meira en einum til tveimur bátum í rýminu við löndunarkrana smábátanna."
Í niðurlagi erindis er þess óskað að á þessu ástandi verði fundin lausn.
Nefndin felur hafnarstjóra að leita leiða til að verða við beiðni smábátafélagsins Drangey varðandi löndun smábáta. Nefndin bendir á að í skipulagsvinnu hafnasvæðis verður m.a. unnið að úrbótum á löndunaraðstöðu smábátasjómanna.

4.Aðstaða til móttöku farþega skemmtiferðaskipa í Sauðárkrókshöfn

Málsnúmer 1903293Vakta málsnúmer

Lagðar voru fyrir fundinn mögulegar útfærslur að flotbryggjum ætluðum m.a. til móttöku á léttabátum úr skemmtiferðaskipum í Sauðárkrókshöfn. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 15 milljónir króna.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði frá pöntun á flotbryggjueiningum samkvæmt tillögu 01 dags. 10. september 2019 og vísar málinu til afgreiðslu í byggðarráði. Nefndin leggur til að sá hluti kostnaðar sem fellur til árið 2019 verði greiddur af Hafnarsjóði.

5.Erindi varðandi blint horn á Aðalgötu

Málsnúmer 1909141Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir nefndina erindi frá Rúnari Gíslasyni lögreglumanni á Sauðárkróki varðandi blint horn á Aðalgötu á Sauðárkróki. Segir þar m.a. að hætta geti skapast á þessu horni þegar lögreglumenn á leið á vettvang keyra út af bílastæði við lögreglustöðina. Lagt er til í erindinu að settur verði upp spegill á móts við innkeyrslu á bílastæðið til að minnka hættu á óhappi á þessum stað.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að vinna að úrlausn málsins.

6.Malarnám á Gránumóum

Málsnúmer 1908138Vakta málsnúmer

Rætt var um gerð gjaldskrár vegna efnistöku á Gránumóum við Sauðárkrók.
Nefndin felur sviðstjóra að gera tillögu að gjaldskrá vegna efnistöku í malarnámum.
Nefndin felur sviðstjóra að fara yfir svæðið á Gránumóum og fjarlægja rusl og annan úrgang sem ekki á heima á svæðinu, nefndin hvetur notendur svæðisins á Gránumóum að ganga snyrtilega um svæðið.

7.Tilkynning um fyrirhugaðar niðurfellingar af vegaskrá(7853-01, 7889-01, 7858-01, 7456-01)

Málsnúmer 1909199Vakta málsnúmer

Lagðar voru fyrir fundinn tilkynningar frá Vegagerðinni um niðurfellingu vega af vegaskrá. Ábyrgð Vegagerðarinnar á viðhaldi og þjónustu vega fellur niður á þeim vegum sem falla út af vegaskrá.
Tilkynnt er um niðurfellingu eftirfarandi vega;
Reykjarhólsvegur í Fljótum, 7853-01
Reykjarhólsvegur í Fljótum, 7889-01
Ysta-Mósvegur í Fljótum, 7858-01
Lágmúlavegur á Skaga, 7456-01

Nefndin felur sviðstjóra að kanna ástæður þess að Reykjarhólsvegur 7853-01 sé felldur út af vegaskrá.

8.Ábending varðandi umhverfismál í Varmahlíð

Málsnúmer 1909247Vakta málsnúmer

Lagður var fyrir tölvuóstur frá Guðbjörgu Steinunni Sigfúsdóttur varðandi umhverfismál í Varmahlíð.
Nefndin felur garðyrkjustjóra að skoða umrædd svæði í Varmahlíð og koma með hugmyndir að fegrun og nýtingu svæðisins.

9.Leiksvæði í Skagafirði - kortlagning

Málsnúmer 1908137Vakta málsnúmer

Vinna við kortlagningu leiksvæða í Skagafirði er hafin og voru lögð fram drög á fundinum.

10.Jafnréttisáætlun 2018-2022

Málsnúmer 1809026Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir nefndarmenn drög að jafnréttisáætlun og aðgerðaráætlun í jafnréttismálum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Nefndin ræddi efni áætlananna og fagnar vinnu við gerð jafnréttisstefnu.

Fundi slitið - kl. 12:00.