Lagt var fyrir fundinn erindi frá smábátafélaginu Drangey varðandi löndunaraðstöðu fyrir smábáta í Sauðárkrókshöfn. Í erindinu segir m.a.: "Tilefni bréfsins er slæm löndunaraðstaða smábáta í Sauðárkrókshöfn, sem einkum tengist viðlegu togarans Drangeyjar þegar hún er í höfn. Að sumarlagi landa dag hvern að staðaldri um 10 smábátar á Sauðárkróki og þegar Drangey er í höfn er oft ekki hægt að koma fyrir meira en einum til tveimur bátum í rýminu við löndunarkrana smábátanna." Í niðurlagi erindis er þess óskað að á þessu ástandi verði fundin lausn. Nefndin felur hafnarstjóra að leita leiða til að verða við beiðni smábátafélagsins Drangey varðandi löndun smábáta. Nefndin bendir á að í skipulagsvinnu hafnasvæðis verður m.a. unnið að úrbótum á löndunaraðstöðu smábátasjómanna.
Í erindinu segir m.a.:
"Tilefni bréfsins er slæm löndunaraðstaða smábáta í Sauðárkrókshöfn, sem einkum tengist viðlegu togarans Drangeyjar þegar hún er í höfn. Að sumarlagi landa dag hvern að staðaldri um 10 smábátar á Sauðárkróki og þegar Drangey er í höfn er oft ekki hægt að koma fyrir meira en einum til tveimur bátum í rýminu við löndunarkrana smábátanna."
Í niðurlagi erindis er þess óskað að á þessu ástandi verði fundin lausn.
Nefndin felur hafnarstjóra að leita leiða til að verða við beiðni smábátafélagsins Drangey varðandi löndun smábáta. Nefndin bendir á að í skipulagsvinnu hafnasvæðis verður m.a. unnið að úrbótum á löndunaraðstöðu smábátasjómanna.