Þakkarbréf frá Bjarna Haraldssyni, heiðursborgara
Málsnúmer 1909040
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 880. fundur - 11.09.2019
Lagt fram til kynningar bréf dagsett í ágúst 2019 frá Bjarna Haraldssyni heiðursborgara Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í bréfinu segir: "Þann 29. júní síðastliðinn var þess minnst að 100 ár voru liðin frá stofnun Verzlunar Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki, verslunar sem stofnuð var af föður mínum þann 28. júní 1919 en ég hef rekið undanfarna áratugi. Með bréfi þessu langar okkur Ásdísi að þakka sveitarfélaginu fyrir veittan stuðning við hátíðarhöldin. Jafnframt vil ég sérstaklega þakka sveitarstjórninni þann mikla heiður sem það sýndi mér með því að útnefna mig heiðursborgara Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Með kærri kveðju, Bjarni Haraldsson"