Fara í efni

Erindi varðandi blint horn á Aðalgötu

Málsnúmer 1909141

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 881. fundur - 17.09.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. september 2019 frá Rúnari Gíslasyni, lögreglumanni hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Óskar hann eftir því að settur verði upp spegill á ljósastaur gegnt lögreglustöðinni til að bæta sjónarhorn þeirra til norðurs, sem keyra frá bílaplani við Landsbankann og lögreglustöðina.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu veitu- og framkvæmdasviðs.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 160. fundur - 02.10.2019

Lagt var fyrir nefndina erindi frá Rúnari Gíslasyni lögreglumanni á Sauðárkróki varðandi blint horn á Aðalgötu á Sauðárkróki. Segir þar m.a. að hætta geti skapast á þessu horni þegar lögreglumenn á leið á vettvang keyra út af bílastæði við lögreglustöðina. Lagt er til í erindinu að settur verði upp spegill á móts við innkeyrslu á bílastæðið til að minnka hættu á óhappi á þessum stað.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að vinna að úrlausn málsins.